Nærmynd af stjörnuþyrpingunni NGC 3572 og nágrenni hennar
2,2 metra Wide Field Imager sjónaukinn í La Silla stjörnustöð ESO í Chile hefur náð bestu myndinni hingað til af forvitnilegum skýjum í kringum stjörnuþyrpinguna NGC 3572. Myndskeiðið sýnir í nærmynd hvernig vindar frá heitum, ungum stjörnum hafa myndað sérkennilegar bólur, boga og form sem kallast fílsranar í gas- og rykskýin. Björtustu stjörnurnar í þypringunni eru mun efnismeiri en sólin okkar og munu enda ævina sem sprengistjörnur.
Mynd/Myndskeið:ESO/G. Beccari. Music: movetwo