Skimað yfir Blýantsþokuna, sérkennilega leif sprengistjörnu
Í þessu myndskeiði sjáum við nærmynd af Blýantsþokunni (NGC 2736) sem tekin var í La Silla stjörnustöð ESO. Þessi þoka er lítill hluti af risavöxnum leifum stjörnu sem sprakk fyrir um 11.000 árum. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum.
Mynd/Myndskeið:ESO
Music: Disasterpeace