Þysjað inn að vetrarbrautum á táningsaldri í hinum fjarlæga alheimi
Þetta myndskeið hefst á stjörnumerkinu Hvalnum. Við þysjum inn að svæði á himninum skammt frá hinni frægu rauðu sveiflustjörnu Míru. Svæðið inniheldur nokkrar vel valdar vetrarbrautir sem notaðar voru í nýrri rannsókn á matarvenjum ungra vetrarbrauta þegar þær voru að vaxa. Hver einasti örsmái depill, merktir með rauðum krossum, er vetrarbraut sem sést eins og hún leit út þremur til fimm milljörðum ára eftir Miklahvell. Þessar vetrarbrautir hafa verið grannskoðaðar með VLT sjónauka ESO og SINFONI mælitækinu. Litakortin sýna hreyfingar gass í vetrarbrautunum. Blár litur bendir til að gasið færist í átt til okkar í samanburði við vetrarbrautina í heild en rauður litur að gasið færist frá okkur. Litirnir hjálpa stjörnufræðingum að sjá hvort vetrarbrautin snúist eins og skífa eða hegði sér á annan hátt.
Mynd/Myndskeið:ESO/A. Fujii/Digitized Sky Survey 2/CFHT. Music: John Dyson (from the album Moonwind).
Um myndskeiðið
Auðkenni: | eso1212a |
Tungumál: | is |
Útgáfudagur: | Mar 14, 2012, 12:00 CET |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1212 |
Tímalengd: | 56 s |
Frame rate: | 30 fps |