eso1022is — Fréttatilkynning
Raymond Wilson sjónaukahönnuður hjá ESO hlýtur hin virtu Kavli verðlaun í stjarneðlisfræði
4. júní 2010: Raymond Wilson, frumherji í rannóknum á sjóntækjum hjá ESO sem gerði risasjónauka nútímans mögulega með tækni sem kallast „virk sjóntæki“, hefur hlotið Kavli verðlaunin í stjarneðlisfræði árið 2010. Wilson stofnaði og leiddi sjóntækja- og sjónaukahóp ESO og deilir verðlaununum, einni milljón dollara, með tveimur bandarískum vísindamönnum, þeim Jerry Nelson og Roger Angel.