eso1114is — Fréttatilkynning
Vetrarbrautatvíeyki í ójafnvægi
20. apríl 2011: Á þessari mynd, sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile, sést tvíeyki vetrarbrauta sem bera mörg forvitnileg merki þess að hafa orðið fyrir truflandi áhrifum frá þyngdartogi hvor annarrar. Þyngdarkrafturinn hefur aflagað þyrilarma annarrar vetrarbrautarinnar, NGC 3169, en dregið fram rykslæðurnar í hinni, NGC 3166. Á meðan fylgist þriðja vetrarbrautin, NGC 3169, sem er öllu smærri, neðarlega til hægri, með hinum beygja sig og bukta fyrir þyngdarkraftinum.