eso1139is — Fréttatilkynning
ESO og Chile undirrita samkomulag um E-ELT
13. október 2011: Við athöfn sem fram fór í Santiago í Chile í dag undirrituðu Alfredo Moreno, utanríkisráðherra Chile, og Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO, samkomulag um European Extremely Large Telescope. Þetta samkomulag milli ESO og ríkisstjórnar Chile felur í sér gjöf á landi undir sjónaukann, vernd svæðisins í kringum hann til langframa og stuðning ríkisstjórnar Chile fyrir uppbyggingu E-ELT.