eso1222is — Fréttatilkynning
ALMA beinir sjónum sínum að Centaurus A
31. maí 2012: Ný mynd Atacama Large Millimeter/submillimeter Telescope af miðju vetrarbrautarinnar Centaurus A, sýnir vel hvernig þessi nýi sjónauki gerir stjörnufræðingum kleift að sjá í gegnum ryk, sem alla jafna er ógegnsætt og hylur miðju vetrarbrautarinnar, í meiri smáatriðum en nokkru sinni fyrr. Þótt ALMA sé enn í smíðum og að gera sínar fyrstu mælingar, er hún þegar öflugasti sjónauki sinnar tegundar í heiminum. Nýverið var óskað eftir tillögum fyrir næstu mælingar sjónaukans þegar greinigeta hans verður enn meiri.