eso1410is — Fréttatilkynning
Hringakerfi finnst í kringum smástirni
26. mars 2014: Athuganir sem gerðar voru frá ýmsum stöðum í Suður Ameríku, þar á meðal La Silla stjörnustöð ESO, hafa óvænt leitt í ljós að fjarlægt smástirni, Chariklo, hefur tvo þétta og mjóa hringa. Smástirnið er fimmta og langminnsta fyrirbærið í sólkerfinu — á eftir risareikistjörnunum Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi — sem hefur hringakerfi. Uppruni hringana er hulin ráðgáta en má hugsanlega rekja til árekstra sem mynduðu rykskífu í kringum smástirnið. Niðurstöðurnar eru birtar í vefútgáfu tímaritsins Nature þann 26. mars 2014.