eso1504is — Fréttatilkynning
VISTA horfir í gegnum Vetrarbrautina
4. febrúar 2015: Á þessari mynd sem tekin var með VISTA kortlagningarsjónauka ESO sést hin fræga Þríklofnaþoka í nýju og draugalegu ljósi. Með hjálp innrauðs ljóss geta stjörnufræðingar séð í gegnum rykið í miðfleti Vetrarbrautarinnar og komið auga á ótalmörg fyrirbæri sem alla jafna eru hulin sjónum okkar. Á svæðinu sem hér sést, sem er lítill hluti af kortlagningarverkefni VISTA, hafa fundist tvær áður óþekktar og mjög fjarlægar sveiflustjörnur sem kallast sefítar, nánast beint fyrir aftan þokuna. Þær eru fyrstu stjörnurnar af þessari gerð sem fundist hafa hingað til í miðfleti Vetrarbrautarinnar, handan við miðbunguna.