eso2110is — Fréttatilkynning

Flugeldasýning nýrra stjarna á nýjum myndum ESO af nálægum vetrarbrautum

16. júlí 2021

Teymi stjörnufræðingar hefur birt nýjar myndar af nálægum vetrarbrautum sem minna einna helst á flugeldasýningu í geimnum. Myndirnar voru teknar með Very Large Telescope (VLT) ESO og sýna ólík svæði í vetrarbrautunum í mismunandi litum sem gerir stjörnufræðingum kleift að staðsetja ungar stjörnur og gasið sem þær hita upp. Með myndunum og gögnum frá Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), sem ESO á aðild að, vonast stjörnufræðingar til að varpa nýju ljósi á ferlið sem leiðir til þess að gas byrjar að mynda stjörnur.

Stjörnufræðingar vita að stjörnur verða til í gasskýjum. Enn er þó á huldu hvað hrindir stjörnumyndun af stað og það hlutverk sem vetrarbrautir í heild sinni leika þar. Til að varpa betra ljósi á þetta ferli hefur hópur vísindamanna rannsakað mismunandi fæðingarstaði stjarna í nokkrum nálægar vetrarbrautir með öflugum sjónaukum á Jörðinni og í geimnum.

„Í fyrsta sinn sjáum við stök stjörnumyndunarsvæði á ýmsum stöðum og í ýmiskonar umhverfi í mismunandi gerðum vetrarbrauta,“ sagði Eric Emsellem, stjörnufræðingur hjá ESO í Þýskalandi og umsjónarmaður VLT mælinganna sem gerðar voru fyrir Physics at High Angular resolution in Nearby GalaxieS (PHANGS) verkefnið. „Við sjáum gasið sem elur af sér stjörnur, ungu stjörnurnar sjálfar og verðum vitni að ýmsum þróunarstigum þeirra.“

Emsellem, sem er einnig hjá Lyonháskóla í Frakklandi, og teymi hans hafa nú birt nýjustu mælingar sínar sem gerðar voru með Multi-Unit Spectroscopic Explorer (MUSE) mælitækinu á VLT sjónauka ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Hópurinn notaði MUSE til að finna nýfæddar stjörnur og heitt gas í kringum þær sem stjörnur sjálfar lýsa upp og er ótvírætt merki um myndun stjarna.

Nýju myndirnar frá MUSE voru svo bornar saman við mælingar sem ALMA gerði á sömu vetrarbrautum og birtar voru fyrr á árinu. ALMA, sem einnig er í Chile, er sérlega vel í stakk búin til að kortleggja köld gasský í geimnum – þau svæði í vetrarbrautum þar sem hráefnið í myndun nýrra stjarna er að finna.

Með mælingum MUSE og ALMA geta stjörnufræðingar rannsakað svæðin þar sem stjörnumyndunin stendur yfir og borið saman við líkön sem lýsa því hvar hún ætti að eiga sér stað. Þannig má skilja betur hvað hrindir nýmyndun stjarna af stað og hraðar eða heldur aftur af henni. Myndirnar sem komu út úr þessu eru glæsilegar og litríkar.

„Okkur langar að varpa ljósi á margar ráðgátur,“ sagði Kathryn Kreckel hjá Heidelbergháskóla í Þýskalandi og meðlimur í PHANGS teyminu. „Fæðast stjörnur oftar á tilteknum svæðum í hýsivetrarbrautunum sínum og ef svo er, hvers vegna? Og eftir að stjörnur hafa myndast, hvernig hefur þróun þeirra áhrif á myndun nýrrar kynslóðar stjarna?“

Stjörnufræðingar munu nú geta svarað þessum spurningum með hjálp gagnanna frá MUSE og ALMA sem PHANGS teymið aflaði. MUSE gerir litrófsmælingar yfir allt sjónsviðið og skilar þannig mun meiri upplýsinga en hefðbundin mælitæki en litróf er nokkurs konar strikamerki eða fingraför sem stjörnufræðingar nota til að átta sig á eðli fyrirbæra í geimnum. MUSE gerði mælingar á 30 þúsund heitum geimþokum og safnaði um 15 milljón litrófum af mismunandi svæðum í vetrarbrautunum fyrir PHANGS verkefnið. Mælingar ALMA gerðu stjörnufræðingum hins vegar kleift að kortleggja um 100.000 köld gassvæði í 90 nálægum vetrarbrautum. Þetta er einstök skrá yfir stjörnumyndunarsvæði í nágrenni okkar í alheiminum.

PHANGS verkefnið nýtti líka mælingar frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA til viðbótar við ALMA og MUSE. Mismunandi stjörnustöðvar voru valdar svo hægt væri að skanna vetrarbrautir á mismunandi bylgjulengdum (sýnilegt, nær-innrautt, útvarp). Hver bylgjulengd veitir upplýsingar um mismunandi svæði innan vetrarbrautanna. „Sjónaukarnir gera okkur kleift að kanna ýmis stig í myndun stjarna – myndun stjörnuhreiðranna, upphaf stjörnumyndunarinnar sjálfrar og, að lokum, eyðileggingu svæðanna – í meiri smáatriðum en hægt var að gera með stökum stjörnustöðvum,“ sagði Francesco Belfiore, meðlimur í PHANGS teyminu hjá INAF-Arcetri í Flórens á Ítalíu. „PHANGS er fyrsta verkefnið sem nær að slíkri heildarmynd, að taka nógu skarpar myndir til að sjá stök ský, stjörnur og geimþokur sem bera merki um myndun stjarna.“

PHANGS verkefninu verður haldið áfram þegar næsta kynslóð sjónauka kemur fram á sjónarsviðið, eins og James Webb geimsjónuki NASA. Gögnin sem aflað var í verkefninu leggja grunninn að enn betri mælingum Extremely Large Telescope (ELT) ESO, sem tekinn verður í notkun síðar á þessum áratug.

„Eins ótrúlegt og PHANGS verkefnið er, þá rétt dugir upplausnin til þess að greina stök stjörnumyndunarský en ekki til að sjá hvað er að gerast innan í þeim í smáatriðum,“ sagði Eva Schinnerer sem hafði umsjón með rannsóknarteymi PHANGS verkefnisins hjá Max Planck stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi. „Nýju mælingarnar okkar og annarra færa mörkin í þessa átt svo það er óneitanlega spennandi áratugur framundan.“

Frekari upplýsingar

Í alþjóðlega PHANGS teyminu eru yfir 90 vísindamenn, allt frá meistaranemum til fólks á eftirlaunum, frá 30 stofnunum í fjórum heimsálfum. MUSE-gagnavinnsluhópurinn innan PHANGS verkefnisins nýtur forystu Eric Emsellem (European Southern Observatory, Garching, Þýskalandi og Centre de Recherche Astrophysique de Lyon, Université de Lyon, ENS de Lyon, Saint-Genis Laval, France) og inniheldur Francesco Belfiore (INAF Osservatorio Astrofisico di Arcetri, Florence, Italy), Guillermo Blanc (Carnegie Observatories, Pasadena, US), Enrico Congiu (Universidad de Chile, Santiago, Chile and Las Campanas Observatory, Carnegie Institution for Science, Atacama Region, Chile), Brent Groves (The University of Western Australia, Perth, Australia), I-Ting Ho (Max Planck Institute for Astronomy, Heidelberg, Germany [MPIA]), Kathryn Kreckel (Heidelberg University, Heidelberg, Germany), Rebecca McElroy (Sydney Institute for Astronomy, Sydney, Australia), Ismael Pessa (MPIA), Patricia Sanchez-Blazquez (Complutense University of Madrid, Madrid, Spain), Francesco Santoro (MPIA), Fabian Scheuermann (Heidelberg University, Heidelberg, Germany) og Eva Schinnerer (MPIA).

Í myndasafni ESO eru dæmi um myndir frá PHANGS.

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Eric Emsellem
European Southern Observatory
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6914
Tölvupóstur: eric.emsellem@eso.org

Eva Schinnerer
Max Planck Institute for Astronomy
Heidelberg, Germany
Sími: +49 6221 528 294
Tölvupóstur: schinner@mpia.de

Kathryn Kreckel
Astronomisches Recheninstitut, Zentrum für Astronomie, Universität Heidelberg
Heidelberg, Germany
Tölvupóstur: kathryn.kreckel@uni-heidelberg.de

Francesco Belfiore
INAF Osservatorio Astrofisico di Arcetri
Florence, Italy
Tölvupóstur: francesco.belfiore@inaf.it

Bárbara Ferreira
ESO Media Manager
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Farsími: +49 151 241 664 00
Tölvupóstur: press@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso2110.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso2110is
Nafn:NGC 1087, NGC 1300, NGC 3627, NGC 4254, NGC 4303
Tegund:Local Universe : Galaxy : Type : Spiral
Local Universe : Galaxy : Type : Barred
Facility:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, Very Large Telescope
Instruments:MUSE

Myndir

Five galaxies as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
Five galaxies as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku
NGC 4303 as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
NGC 4303 as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku
NGC 4254 as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
NGC 4254 as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku
NGC 3627 as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
NGC 3627 as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku
NGC 1087 as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
NGC 1087 as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku
NGC 1300 as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
NGC 1300 as seen with MUSE on ESO’s VLT at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku
NGC 4303 as seen with the VLT and ALMA at several wavelengths of light
NGC 4303 as seen with the VLT and ALMA at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku
NGC 4254 as seen with the VLT and ALMA at several wavelengths of light
NGC 4254 as seen with the VLT and ALMA at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku
NGC 3627 as seen with the VLT and ALMA at several wavelengths of light
NGC 3627 as seen with the VLT and ALMA at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku
NGC 1087 as seen with the VLT and ALMA at several wavelengths of light
NGC 1087 as seen with the VLT and ALMA at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku
NGC 1300 as seen with the VLT and ALMA at several wavelengths of light
NGC 1300 as seen with the VLT and ALMA at several wavelengths of light
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Cosmic fireworks reveal newborn stars (ESOcast Light 239)
Cosmic fireworks reveal newborn stars (ESOcast Light 239)
texti aðeins á ensku
Multiple views of the galaxy NGC 4303 as seen with the VLT and ALMA (with annotations)
Multiple views of the galaxy NGC 4303 as seen with the VLT and ALMA (with annotations)
texti aðeins á ensku
Multiple views of the galaxy NGC 4254 as seen with the VLT and ALMA
Multiple views of the galaxy NGC 4254 as seen with the VLT and ALMA
texti aðeins á ensku
Multiple views of the galaxy NGC 3627 as seen with the VLT and ALMA
Multiple views of the galaxy NGC 3627 as seen with the VLT and ALMA
texti aðeins á ensku
Multiple views of the galaxy NGC 1087 as seen with the VLT and ALMA
Multiple views of the galaxy NGC 1087 as seen with the VLT and ALMA
texti aðeins á ensku
Multiple views of the galaxy NGC 1300 as seen with the VLT and ALMA
Multiple views of the galaxy NGC 1300 as seen with the VLT and ALMA
texti aðeins á ensku
Multiple views of the galaxy NGC 4303 as seen with the VLT and ALMA
Multiple views of the galaxy NGC 4303 as seen with the VLT and ALMA
texti aðeins á ensku

Samanburður á myndum

Comparison of different views of the galaxy NGC 4303
Comparison of different views of the galaxy NGC 4303
texti aðeins á ensku
Comparison of different views of the galaxy NGC 1300
Comparison of different views of the galaxy NGC 1300
texti aðeins á ensku