eso1914is — Fréttatilkynning

VISTA tekur nýja mynd af Stóra Magellansskýinu

13. september 2019

VISTA sjónauki ESO var notaður til að taka þessa fallegu nýju mynd af nágrannavetrarbraut okkar Stóra Magellansskýinu. Undanfarin áratug hefur VISTA unnið að kortlagningu á þessari vetrarbraut og nágrannanum Litla Magellansskýinu og nágrenni í einstökum smáatriðum. Kortlagningin gerir stjörnufræðingum kleift að rannsaka aragrúa stjarna í einu til að læra um þróunarsögu þeirra, aflfræði vetrarbrauta og sveiflustjörnur.

Stóra Magellansskýið er ein nálægasta vetrarbrautin við okkur, aðeins 160.000 ljósár í burtu frá Jörðinni. Hún er, ásamt systurvetrarbrautinni Litla Magellansskýinu, ein nálægasta dvergvetrarbrautin við Vetrarbrautina okkar. Stóra Magellansskýið geymir líka ótal stjörnuhópa og er því fyrirtaks rannsóknarstofa fyrir stjörnufræðingar sem reyna að átta sig á þeim ferlum sem móta vetrarbrautirnar.

VISTA sjónauki ESO hefur undanfarinn áratug verið að rannsaka báðar vetrarbrautirnar. Myndin sem birtist hér í dag er afrakstur eins af fjölmörgum kortlagningarverkefnum sem stjörnufræðingar hafa gert með sjónaukanum. Meginmarkmið VISTA Magellanic Clouds (VMC) verkefnisins hefur verið að kortleggja stjörnumyndunarsögu beggja vetrarbrauta og þrívíða uppbyggingu þeirra.

VISTA nemur nær-innrautt ljós sem var lykillinn að þessari mynd. Sjónaukinn gerir stjörnufræðingum kleift að skyggnast í gegnum rykský sem byrgja sýn á vetrarbrautina. Skýin koma í veg fyrir að stór hluti af sýnilega ljósinu berist í gegn en þau eru gegnsæ á þeim löngu bylgjulengdum sem VISTA var gerður til að rannsaka. Fyrir vikið sjást mun fleiri stakar stjörnur nærri miðju vetrar brautarinnar. Stjörnufræðingar hafa kannað um 10 milljónir stakra stjarna í Stóra Magellansskýinu í smáatriðum og ákvarðað aldur þeirra með bestu mögulegu líkönum af þróun stjarna [1]. Þau komust meðal annars að því að yngri stjörnurnar mynda nokkra þyrilarma í vetrarbrautinni.

Magellansskýin blasa við fólki á suðurhveli Jarðar en voru lítt þekkt þangað til Evrópumenn sigldu suður á bóginn og skrásettu þau. Skýin eru nefnd eftir landkönnuðinum Ferdinand Magellan sem sigldi fyrstur manna í kringum Jörðina fyrir um 500 árum. Í dag kanna stjörnufræðingar frá öllum heimshornum suðurhiminninn, rétt eins og forverar okkar, þeirra á meðal VMC Survey hópurinn sem gerði mælingarnar sem leiddu til þessarar glæsilegu myndar.

Skýringar

[1] Líkön af þróun stjarna gera stjörnufræðingum kleift að spá fyrir um ævisögu stjarna, aldur þeirra, massa og hitastig.

Frekari upplýsingar

Fjallað var um stjörnurnar á myndinni í greininni „The VMC Survey - XXXIV. Morphology of Stellar Populations in the Magellanic Clouds“ sem birtist í tímaritinu Monthly Notices of the Royal Astronomical Society.

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Maria-Rosa Cioni
Leibniz-Institut für Astrophysik Potsdam (AIP)
Potsdam, Germany
Sími: +49 331 7499 651
Tölvupóstur: mcioni@aip.de

Mariya Lyubenova
ESO Head of Media Relations
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6188
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1914.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1914is
Nafn:Large Magellanic Cloud
Tegund:Local Universe : Galaxy : Type : Irregular
Facility:Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy
Instruments:VIRCAM
Science data:2019MNRAS.490.1076E

Myndir

The Large Magellanic Cloud revealed by VISTA
The Large Magellanic Cloud revealed by VISTA
texti aðeins á ensku
Highlights of the Large Magellanic Cloud
Highlights of the Large Magellanic Cloud
texti aðeins á ensku
Large Magellanic Cloud
Large Magellanic Cloud
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 206 Light: VISTA Unveils the Large Magellanic Cloud (4K UHD)
ESOcast 206 Light: VISTA Unveils the Large Magellanic Cloud (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Zooming on the Large Magellanic Cloud
Zooming on the Large Magellanic Cloud
texti aðeins á ensku
Comparison of the Large Magellanic Cloud in infrared and visible light
Comparison of the Large Magellanic Cloud in infrared and visible light
texti aðeins á ensku
Comparison of the Tarantula nebula in infrared and visible light
Comparison of the Tarantula nebula in infrared and visible light
texti aðeins á ensku
Panning across the Large Magellanic Cloud
Panning across the Large Magellanic Cloud
texti aðeins á ensku

Sjá einnig