eso1911is — Fréttatilkynning

Breakthrough Watch og European Southern Observatory taka í notkun uppfært fjarreikistjörnuleitartæki til að leita að bergreikistjörnum svipuðum Jörðinni í nálægasta stjörnukerfinu

10. júní 2019

Nýtt tæki til fjarreikistjörnuleitar hefur verið tekið í notkun á Very Large Telescope í Chile. Tækið á að verja 100 klukkstundum í leit að lífvænlegum reikistjörnum í kringum Alfa Centauri A og B.

Breakthrough Watch, rannsónarverkefni sem snýst um að leita að bergreikistjörnum svipuðum Jörðinni í kringum nálægar stjörnur, og European Southern Observatory (ESO), fremsta fjölþjóðlegu stjarnvísindasamtök heims, tilkynntu í dag um að nýtt tæki til fjarreikistjörnuleitar hafi verið tekið í notkun á Very Large Telescope ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile.

Tækið kallast NEAR (Near Earth in the AlphaCen Region) og er hannað til að leita að fjarreikistjörnum í nágrannastjörnukerfi okkar, Alfa Centauri, sér í lagi í lífbeltum stjarnanna tveggja þar sem vatn gæti mögulega verið á fljótandi formi. Tækið hefur verið í þróun síðastliðin tvö ár og var smíðað í samstarfi Uppsala-háskóla í Svíþjóð, Liège-háskóla í Belgíu, Caltech í Bandaríkjunum og Kampf-sjóntækjunum í Munchen í Þýskalandi.

Frá 23. maí hafa stjörnufræðingar við Very Large Telescope (VLT) ESO unnið í tíu daga í leit að fjarreikstjörnum í kerfinu. Mælingunum lýkur 11. júní. Með tækinu ætti að vera hægt að finna reikistjörnur í kerfinu sem eru meira en tvöfalt stærri en Jörðin. Mælingar í nær-innrauða hluta litrófsins skipta þar máli því slík geislun myndi stafa af reikistjörnunni og gera stjörnufræðingum kleift að finna út hvort hitastig reikistjarnanna leyfir fljótandi vatn.

Alfa Centauri er nálægasta stjörnukerfið við sólkerfið okkar. Það er 4,37 ljósár í burtu frá okkur og samanstenur af tveimur stjörnum sem svipar til sólar, Alfa Centauri A og B, auk rauðs vergs, Proxima Centauri. Í dag er þekking okkar á sólkerfunum fremur lítil. Árið 2016 fann hópur stjörnufræðinga sem notaði tæki frá ESO reikistjörnu á stærð við Jörðina í kringum Proxima Centauri en enn hafa ekki fundist plánetur um Alfa Centauri A og B. Auk þess er ekki vitað hversu stöðug tvístirnakerfi eru fyrir bergreikistjörnur eins og Jörðina. Besta leiðin til að finna það út er að gera mælingar á þeim.

Geysierfitt er að taka myndir af slíkum reikistjörnum vegna þess að ljósið frá þeim er oft mörg þúsund milljón sinnum daufara en birtan frá móðurstjörnunum. Að greina svo litla reikistjörnu í nokkurra ljósára fjarlægð er því svipað og að sjá mýflugu við ljósastaur í margra kílómetra fjarlægð. Til að leysa þetta vanamál tóku Breakthrough Watch og ESO höndum saman og smíðuðu sérstakt mælitæki sem kallast innrauð-varma-kórónusjá. Það er hannað til þess að skyggja á ljósið frá stjörnunum og fanga varmageislunina frá yfirborði hugsanlegrar reikistjörnu, fremur en ljósið sem hún endurvarpar. Kórónusjáin býr til nokkurs konar gervisólmyrkva um stjörnuna og skyggir þannig á hana svo hægt er að nema miklu daufari fyrirbæri við hlið hennar. Þetta er mikið framfaraskref í mælitækni.

Kórónusjáin var sett á einn af 8 metra VLT sjónaukunum fjórum sem uppfærsla á eldra mælitæki sem kallast VISIR, til að hámarka næmni á innrauða sviðinu. Tækið getur þar af leiðandi leitað að hitamerki svipuðu því sem Jörðin gefur frá sér þegar hún dregur í sig orku frá sólinni og geisla frá sér innrauðum bylgjulengdum. NEAR nýtir VISIR mælitækið með þrenns konar hætti: Í fyrsta lagi bætir það kórónusjá við mælitæktið sem gerir því kleift að draga verulega úr birtunni frá móðurstjörnunni og þannir auka líkurnar á að mögulegar bergreikistjörnur sjáist. Í öðru lagi nýtir það sér tækni sem kallast aðlögunarsjóntækni til þess að aflaga aukaspegil sjónaukans og leiðrétta þannig fyrir skekkjum í lofthjúpi Jarðar. Í þriðja lagi beitir tækið tækni sem dregur úr suði og hraðar skiptingu milli viðfangsefna – allt að 100 millísekúindur – sem hámarkar mælitímann.

Pete Worden, framkvæmdarstjóri Breakthrough Initiatives, sagði: „Við erum hæst ánægð með samstarfið við ESO í að hanna, smíða, setja upp og nú nota nýja tækið. Ef bergreikistjörnur svipaðar Jörðinni eru á braut um Alfa Centauri A og B eru það risafréttir fyrir alla jarðarbúa.“

„ESO er heiður að leggja til sérfræðiþekkingu, innviði og mælitíma í Very Large Telescope fyrir NEAR verkefnið,“ sagði Robin Arsenault, verkefnisstjóri ESO.

„Þetta er dýrmætt tækifæri því fyrir utan eigin vísindaleg markmið er NEAR tilfraunin líka brautryðjandi fyrir önnur reikistjörnuleitartæki eins og verða á Extremely Large Telescope,“ sagði Markus Kasper sem stýrir NEAR fyrir hönd ESO.

„NEAR er fyrsta og enn sem komið er eina verkefnið sem gæti tekið mynd af lífvænlegri fjarreikistjörnu. Það markar þáttaskil. Við krossleggjum fingur og vonum stór lífvænleg reikistjarna sé á braut um Alfa Centauri A eða B,“ sagði Olivier Guyon, aðalvísindamaður hjá Breakthrough Watch.

„Menn eru náttúrulegir könnuðir,“ sagði Yuri Milner stofnandi Breakthrough Initiatives. „Það er kominn tími til að vð finnum út hvað leynist hinumegin dalsins. Þessi sjónauki gerir okkur kleift að horfa þangað yfir.“

Frekari upplýsingar

Gögn frá NEAR tilrauninni verða opinber í gagnasafni ESO undir verkefninu ID 2102.C-5011. Forunninn og samþjappaður gagnapakki verður gerður opinber fljótlega eftir að mælingunum lýkur. Auk þess hefur Python gagnavinnsluforrit byggt á PynPoint verið aðlagað til að vinna úr gögnum NEAR og fá allir meðlimir í stjarnvísindasamfélaginu sem vilja nota gögnin en hafa ekki sín eigin að nota þau. https://pynpoint.readthedocs.io/en/latest/near.html

Breakthrough Watch er rannsóknarverkefni sem snýst um að finna og greina reikistjörnur í kringum nálægar stjörnur. Verkefninu er stýrt af alþjóðlegu teymi sérfræðinga í rannsóknum á fjarreikistjörnum. https://breakthroughinitiatives.org/initiative/4

Breakthrough Initiatives er margvísleg vísinda- og tækniverkefni sem Yuri Milner setti á laggirnar til að rannsaka líf í alheimi. Fyrir utan Breakthtough Watch eru verkefnin Breakthrough Listen, stærsta leitin til þess að vitsmunalífi utan Jarðar og Breakthrough Starshot, fyrsta tilraunin til að þróa geimfar sem getur náð til annarrar stjörnu. https://breakthroughinitiatives.org

Yuri Milner stofnaði mail.ru Group árið 1999 og undir stjórn hans varð það eitt helsta internet-fyrirtæki Evrópu. Hann setti fyrirtæið á almennan markað árið 2010 og stofnaði DST Global til að fjárfesta í internetfyrirtækjum. DST Global varð einn helsti tæknifjárfestir í heiminum og hefur í sínum ranni hlutdeild í mörgum af helstu internetfyrirtækjum heims, eins og Facebook, Twitter, Whatsapp, Snapchat, Airbnb, Spotify, Alibaba og fleiri. Yuri býr með fjölskyldu sinni í kísildalnum.

Yuri útskrifaðist árið 1985 með gráðu í kennilegri eðlisfræði og gerði eftir það rannsóknir í skammtasviðsfræði. Yuri og eiginkona hans Julia unnu með Sergey Brin, Prichilla Chan og Mark Zuckerberg, Pny Ma og Anne Wojcicki til að fjármagna Breakthrough Prizes – stærstu vísindaverðlaun heims, sem veita viðurkenningu fyrir framlag til grundvallar eðlisfræði, lífvísinda og stærðfræði. Í júlí 2015 hleypti Yuri ásamt Stephen Hawking af stokkunum 100 milljón dala Breakthrough Listen verkefninu til að hlusta eftir vitsmunalífi í alheiminum. Í apríl 2016 gangsettu þeir Breakthrough Starshot – hundrað milljón dala rannsóknar- og tækniverkefni sem snýst um að þróa fyrsta millistjörnugeimfarið. http://www.yurimilner.com/

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Very Large Telescope (VLT) ESO hefur nýlega fengið ný mælitæki og uppfært VISIR mælitæki (VLT Imager and Spectrometer for mid-infrared). Hinn 21. maí 2019 gerðu vísindamenn fyrstu mælingarnar með þeim á Alfa Centauri stjörnukerfinu í leit að reikistjörnum.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Janet Wootten
Rubenstein Communications, Inc.
New York, USA
Sími: +1 212 843 8024
Tölvupóstur: jwootten@rubenstein.com

Mariya Lyubenova
Head of ESO Media Relations Team
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6188
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1911.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1911is
Nafn:Near Earths in the AlphaCen Region
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Instrument
Facility:Very Large Telescope

Myndir

NEAR experiment sees first light
NEAR experiment sees first light
texti aðeins á ensku
NEAR on the VLT
NEAR on the VLT
texti aðeins á ensku
Grand VISIR
Grand VISIR
texti aðeins á ensku
Work in Progress
Work in Progress
texti aðeins á ensku
Teikning listamanns af reikistjörnunni á braut um Proxima Centauri
Teikning listamanns af reikistjörnunni á braut um Proxima Centauri