eso1811is — Fréttatilkynning

SPHERE kemur auga á fjölbreyttar skífur umhverfis ungar stjörnur

11. apríl 2018

Nýjar myndir frá SPHERE mælitækinu á Very Large Telescope ESO sýna rykskífur í kringum ungar, nálægar stjörnur í meiri smáatriðum en nokkru sinni fyrr. Á myndunum sést að skífurnar eru af ýmsum toga og lögun þeirra margskonar, líklega vegna þyngdarkrafts frá plánetum sem eru að myndast í þeim.

SPHERE mælitækið á Very Large Telescope (VLT) í Chile gerir stjörnufræðingumn kleift að deyfa skært ljósið frá nálægum stjörnum til að ná betri myndum af svæðunum í kringum þær. Nýju myndirnar frá SPHERE eru einungis dæmi um hver fjölbreyttar sólkerfisskífurnar í kringum ungar stjörnur eru.

Skífurnar eru af ýmsum toga — sumar hafa bjarta hringa, aðrar daufa og sumar minna ef til vill á amborgara. Þær eru líka mjög ólíkar í útliti en útlitið veltur á sjónstefnu á himninum. Þær eru allt frá því að vera hringlaga skífur sem við sjáum ofan frá eða mjóar línur séðar á rönd.

Helsta markmið SPHERE er að rannsaka risasreikistjörnur í kringum nálægar stjörnur með því að taka myndir af þeim. Mælitækið er einnig eitt hið besta sem til er til að taka myndir af gas- og rykskífum umhverfis ungar stjörnur, þar sem reikistjörnur getu verið að myndast. Mikilvægt er að rannsaka tengslin milli eiginleika skífanna og myndunar og tilvist reikistjarna.

Margar af ungu stjörnunum sem hér sjást koma úr rannsókunum á T-tarfsstjörnum, sérstökum flokki mjög ungra stjarna (innan við 10 milljón ára) en allar eru þær misbjartar. Skífurnar í kringum stjörnurnar innihalda gas og reikistirni sem eru byggingareiningar reikistjarna og frumgerð sólkerfa.

Á myndunum sést hvernig sólkerfið okkar gæti hafa litið út á fyrstu myndunarstigum sínum fyrir meira en fjórum milljörðum ára.

Flestar myndirnar sem hér sjást voru teknar fyrir DARTTS-S verkefnið (Discs ARound T Tauri Stars with SPHERE). Stjörnurnar eru frá 230 til 550 ljósár í burtu frá Jörðinni. Til samanburðar er Vetrarbrautin okkar um 100.000 ljósár í þvermál, svo þessar stjörnur eru tiltölulega nálægt okkur. Þrátt fyrir það er mjög erfitt að taka góðar myndir af daufri birtunni sem skífurnar endurvarpa því þær hverfa nánast algerlega í ljósið frá stjörnunum sjálfum.

Í mælingum SPHERE kom óvænt í ljós skífa á rönd í kringum stjörnuna GSC 07396-00759 sem fannst í SHINE verkefninu (SpHere INfrared survey for Exoplanets). Þessi rauða stjarna tilheyrir fjölstirnakerfi sem er líka viðfangsefni DARTT-S verkefnisins en skífa hennar virðist þróaðari en gasríku skífurnar í kringum T-tarfsstjörnunnar í sama kerfi, þótt þær séu jafn gamlar. Þessi sérkennilegi þróunarlegi munur í kringum tvær jafngamlar stjörnur er ein helsta ástæða þess að stjörnufræðingar vilja vita meira um skífur og eiginleika þeirra.

Stjörnufræðingar hafa notað SPHERE til að taka margar aðrar glæsilegar myndir, sem og til að rannsaka önnur fyrirbæri eins og víxlverkun plánetu við skífu, brautarfærslur innan sólkerfa í mótun og þróun skífu yfir tíma.

Nýju niðurstöðurnar frá SPHERE, ásamt mælingum frá öðrum sjónaukum eins og ALMA, eru að bylta skilningi stjörnufræðinga á umhverfinu í kringum ungar stjörnur og þau flóknu ferli sem leiða til myndunar reikistjarna.

Frekari upplýsingar

Myndirnar af skífunum í kringum T-tarfssjörnurnar birtast í greininni „Disks Around T Tauri Stars With SPHERE (DARTTS-S) I: SPHERE / IRDIS Polarimetric Imaging of 8 Prominent T Tauri Disks“, eftir H. Avenhaus o.fl., sem birtist í Astrophysical Journal. Skýrt er frá uppgötvuninni á skífunni á rönd í „A new disk discovered with VLT/SPHERE around the M star GSC 07396-00759“, eftir E. Sissa o.fl., sem birtist í tímaritinu Astronomy & Astrophysics.

Í fyrra teyminu eru: Henning Avenhaus (Max Planck Institute for Astronomy, Heidelberg, Germany; ETH Zurich, Institute for Particle Physics and Astrophysics, Zurich, Switzerland; Universidad de Chile, Santiago, Chile), Sascha P. Quanz (ETH Zurich, Institute for Particle Physics and Astrophysics, Zurich, Switzerland; National Center of Competence in Research “PlanetS”), Antonio Garufi (Universidad Autonónoma de Madrid, Madrid, Spain), Sebastian Perez (Universidad de Chile, Santiago, Chile; Millennium Nucleus Protoplanetary Disks Santiago, Chile), Simon Casassus (Universidad de Chile, Santiago, Chile; Millennium Nucleus Protoplanetary Disks Santiago, Chile), Christophe Pinte (Monash University, Clayton, Australia; Univ. Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), Gesa H.-M. Bertrang (Universidad de Chile, Santiago, Chile), Claudio Caceres (Universidad Andrés Bello, Santiago, Chile), Myriam Benisty (Unidad Mixta Internacional Franco-Chilena de Astronomía, CNRS/INSU; Universidad de Chile, Santiago, Chile; Univ. Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France) og Carsten Dominik (Anton Pannekoek Institute for Astronomy, University of Amsterdam, The Netherlands).

Í seinna teyminu eru: E. Sissa (INAF-Osservatorio Astronomico di Padova, Padova, Italy), J. Olofsson (Max Planck Institute for Astronomy, Heidelberg, Germany; Universidad de Valparaíso, Valparaíso, Chile), A. Vigan (Aix-Marseille Université, CNRS, Laboratoire d’Astrophysique de Marseille, Marseille, France), J.C. Augereau (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France) , V. D’Orazi (INAF-Osservatorio Astronomico di Padova, Padova, Italy), S. Desidera (INAF-Osservatorio Astronomico di Padova, Padova, Italy), R. Gratton (INAF-Osservatorio Astronomico di Padova, Padova, Italy), M. Langlois (Aix-Marseille Université, CNRS, Laboratoire d’Astrophysique de Marseille Marseille, France; CRAL, CNRS, Université de Lyon, Ecole Normale Suprieure de Lyon, France), E. Rigliaco (INAF-Osservatorio Astronomico di Padova, Padova, Italy), A. Boccaletti (LESIA, Observatoire de Paris-Meudon, CNRS, Université Pierre et Marie Curie, Université Paris Diderot, Meudon, France), Q. Kral (LESIA, Observatoire de Paris-Meudon, CNRS, Université Pierre et Marie Curie, Université Paris Diderot, Meudon, France; Institute of Astronomy, University of Cambridge, Cambridge, UK), C. Lazzoni (INAF-Osservatorio Astronomico di Padova, Padova, Italy; Universitá di Padova, Padova, Italy), D. Mesa (INAF-Osservatorio Astronomico di Padova, Padova, Italy; University of Atacama, Copiapo, Chile), S. Messina (INAF-Osservatorio Astrofisico di Catania, Catania, Italy), E. Sezestre (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), P. Thébault (LESIA, Observatoire de Paris-Meudon, CNRS, Université Pierre et Marie Curie, Université Paris Diderot, Meudon, France), A. Zurlo (Universidad Diego Portales, Santiago, Chile; Unidad Mixta Internacional Franco-Chilena de Astronomia, CNRS/INSU; Universidad de Chile, Santiago, Chile; INAF-Osservatorio Astronomico di Padova, Padova, Italy), T. Bhowmik (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), M. Bonnefoy (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), G. Chauvin (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France; Universidad Diego Portales, Santiago, Chile), M. Feldt (Max Planck Institute for Astronomy, Heidelberg, Germany), J. Hagelberg (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), A.-M. Lagrange (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), M. Janson (Stockholm University, Stockholm, Sweden; Max Planck Institute for Astronomy, Heidelberg, Germany), A.-L. Maire (Max Planck Institute for Astronomy, Heidelberg, Germany), F. Ménard (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), J. Schlieder (NASA Goddard Space Flight Center, Greenbelt, Maryland, USA; Max Planck Institute for Astronomy, Heidelberg, Germany), T. Schmidt (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), J. Szulági (Institute for Particle Physics and Astrophysics, ETH Zurich, Zurich, Switzerland; Institute for Computational Science, University of Zurich, Zurich, Switzerland), E. Stadler (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), D. Maurel (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), A. Deboulbé (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), P. Feautrier (Université Grenoble Alpes, CNRS, IPAG, Grenoble, France), J. Ramos (Max Planck Institute for Astronomy, Heidelberg, Germany) og R. Rigal (Anton Pannekoek Institute for Astronomy, Amsterdam, The Netherlands).

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Henning Avenhaus
Max Planck Institute for Astronomy
Heidelberg, Germany
Tölvupóstur: havenhaus@gmail.com

Elena Sissa
INAF - Astronomical Observatory of Padova
Padova, Italy
Tölvupóstur: elena.sissa@inaf.it

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1811.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1811is
Nafn:GSC 07396-00759
Tegund:Milky Way : Star : Circumstellar Material : Disk
Facility:Very Large Telescope
Instruments:SPHERE
Science data:2018ApJ...863...44A
2018A&A...613L...6S

Myndir

SPHERE images a zoo of dusty discs around young stars
SPHERE images a zoo of dusty discs around young stars
texti aðeins á ensku
SPHERE images the edge-on disc around the star GSC 07396-00759
SPHERE images the edge-on disc around the star GSC 07396-00759
texti aðeins á ensku
SPHERE image of the dusty disc around IM Lupi
SPHERE image of the dusty disc around IM Lupi
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 156 Light: Weird and Wonderful Dusty Discs (4K UHD)
ESOcast 156 Light: Weird and Wonderful Dusty Discs (4K UHD)
texti aðeins á ensku