eso1810is — Fréttatilkynning

Stjörnuleif innan í ljóshring

Gögn frá MUSE leiða í ljós einangraða nifteindastjörnu handan Vetrarbrautarinnar

5. apríl 2018

Nýjar myndir frá Very Large Telescope ESO í Chile og öðrum sjónaukum sýna stjörnur og glóandi gasský í einum af nágrönnum okkar, Stóra Magellansskýinu. Myndin hefur gert stjörnufræðingum kleift að finna leifar stjörnu grafnar innan um gas- og rykslæður 2000 ára gamallar sprengistjörnu. MUSE mælitækið var notað til að finna út hvar þetta litla fyrirbæri leyndist en gögn frá Chandra röntgengeimsjónaukanum hafa staðfest að um nifteindastjörnu er að ræða.

Nýjar og glæsilegar ljósmyndir, settar saman úr gögnum frá sjónaukum í geimnum og á jörðu niðri [1], segja sögu af leit að fyrirbæri sem var falið innan í flóknu neti gasslæða í Litla Magellansskýinu, sem er í um 200,000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni.

Ný gögn frá MUSE mælitækinu á Very Large Telescope ESO í Chile hafa leitt í ljós merkilegan gashring í kerfi sem kallast 1E 0102.2-7219. Hringurinn þenst hægt og rólega út innan um fjölda annarra hraðskreiðari gas- og rykslæða frá sprengistjörnu. Uppgövunin var gerð af hópi stjörnufræðinga undir forystu Frédéric Vogt hjá ESO í Chile sem tókst að finna fyrstu stöku nifteindastjörnuna sem fundist hefur fyrir utan Vetrarbrautina okkar.

Stjörnufræðingarnir tóku eftir því að gashringurinn var í miðju röntgenlindar sem sést hafði nokkrum árum áður og gefið skráarheitið p1. Eðli lindarinnar var ráðgáta, einkum og sér í lagi lá ekki fyrir hvort p1 væri innan leifarinnar eða fyrir aftan hana. Það var ekki fyrr en gashringurinn – sem inniheldur bæði neon og súrefni – kom fram í mælingum MUSE að vísindateymið tók eftir því að hringurinn hverfis fullkomlega um p1. Það væri of mikil tilviljun og stjörnufræðingunum var þá ljóst að p1 hlýtur að vera innan sprengistjörnuleifarinnar. Þegar staðsetning p1 var þekkt notaði teymið röntgenmælingar frá Chandra röntgengeimsjónaukanum og komst að því að það hlýtur að vera einangruð nifteindastjarna með veikt segulsvið.

„Ef þú leitar að punktuppsprettu gerist það ekki mikið betra en þegar alheimurinn bókstaflega teiknar hring í kringum hana til að vísa þér á hana,“ sagði Frédéric Vogt.

Þegar efnismiklar stjörnur springa skilja þær eftir sig heitt gas og rykský sem kallast sprengistjörnuleif. Leifarnar eru lykillinn að dreifingu þungra frumefna um alheiminn — sem verða til í efnismiklum stjörnum þegar þær lifa og deyja — en úr þeim geta síðan orðið til nýjar stjörnur og reikistjörnur.

Nifteindastjörnur eru alla jafna aðeins um tíu kílómetrar í þvermál en vega samt meira en sólin okkar. Talið er að aragrúi stakra nifteindastjarna með veik segulsvið séu á víð og dreif um alheiminn en erfitt er að finna þær sökum þess að þær gefa aðeins frá sér ljós á röntgenbylgjulengdum [2]. Þess vegna er mjög spennandi að hægt var að staðfesta staka nifteindastjörnu með mælingum á sýnilegu ljósi.

„Þetta er fyrsta fyrirbæri sinnar tegundar sem finnst fyrir utan Vetrarbrautina okkar, þökk sé MUSE mælitækinu. Við teljum að þetta gæti haft í för með sér nýjar uppgötvanir og rannsóknir á þessum stjörnuleifum,“ sagði Liz Bartlett hjá ESO í Chile, meðhöfundur greinarinnar, að lokum.

Skýringar

[1] Myndin er sett saman úr mælingum frá MUSE mælitækinu á Very Large Telescope ESO í Chile og Hubble og Chandra geimsjónaukunum.

[2] NIfteindastjörnur sem snúast hratt og hafa sterkt seguæsvið kallast tifstirni. Þær gefa frá sér sterka útvarpsgeislun, sem og geislun á öðrum bylgjulengdum og er auðveldara að finna, en þær eru aðeins lítið brot af öllum þeim nifteindastjörnum sem telið er að fyrirfinnist.

Frekari upplýsingar

Skýrt er frá rannsókninni í greininni „Identification of the central compact object in the young supernova remnant 1E 0102.2-7219“, eftir Frédéric P. A. Vogt o.fl., i tímaritinu Nature Astronomy.

Í teyminu eru Frédéric P. A. Vogt (ESO, Santiago, Chile & ESO Fellow), Elizabeth S. Bartlett (ESO, Santiago, Chile & ESO Fellow), Ivo R. Seitenzahl (University of New South Wales Canberra, Ástralíu), Michael A. Dopita (Australian National University, Canberra, Ástralíu), Parviz Ghavamian (Towson University, Baltimore, Maryland, Bandaríkjunum), Ashley J. Ruiter (University of New South Wales Canberra & ARC Centre of Excellence for All-sky Astrophysics, Ástralíu) og Jason P. Terry (University of Georgia, Athens, Bandaríkjunum).

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Frédéric P. A. Vogt
ESO Fellow
Santiago, Chile
Tölvupóstur: fvogt@eso.org

Elizabeth S. Bartlett
ESO Fellow
Santiago, Chile
Tölvupóstur: ebartlet@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1810.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1810is
Nafn:1E 0102.2-7219, p1
Tegund:Local Universe : Star : Evolutionary Stage : Neutron Star
Facility:Very Large Telescope
Instruments:MUSE
Science data:2018NatAs...2..465V

Myndir

An isolated neutron star in the Small Magellanic Cloud
An isolated neutron star in the Small Magellanic Cloud
texti aðeins á ensku
Hubble view of the surroundings of a hidden neutron star in the Small Magellanic Cloud
Hubble view of the surroundings of a hidden neutron star in the Small Magellanic Cloud
texti aðeins á ensku
MUSE view of the surroundings of a hidden neutron star in the Small Magellanic Cloud
MUSE view of the surroundings of a hidden neutron star in the Small Magellanic Cloud
texti aðeins á ensku
X-ray view of the surroundings of a hidden neutron star in the Small Magellanic Cloud
X-ray view of the surroundings of a hidden neutron star in the Small Magellanic Cloud
texti aðeins á ensku
The Small Magellanic Cloud
The Small Magellanic Cloud
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 155 Light: Dead Star Circled by Light (4K UHD)
ESOcast 155 Light: Dead Star Circled by Light (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Zooming in on a neutron star in the Small Magellanic Cloud
Zooming in on a neutron star in the Small Magellanic Cloud
texti aðeins á ensku