eso1807is — Fréttatilkynning

Stjörnufræðingur hjá ESO valinn sem geimfaraefni

16. febrúar 2018

Suzanna Randall, stjörnufræðingur hjá ESO, er einu skrefi nær þv´að láta draum sinn um að verða fyrsta þýska konan til að fara í geimferð rætast. Hún hefur verið valin sem geimfaraefni hjá Astronautin sem miðar að því að þjálfa fyrsta kvenkyns geimfara Þjóðverja og senda hana í leiðangur í Alþjóðlegu geimstöðinni. Sagt var frá þessu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ESO í Garching í Þýskalandi.

Astronautin verkefnið var sett á laggirnar árið 2016 til að veita ungum konum innblástur og hefja störf við geimtækni, vísindi, stærðfræði og tæknigeirann og senda fyrsta kvenkyns geimfara Þjóðverja út í geiminn. Verkefnið snýst líka um að nota þyngdarleysið í Alþjóðlegu geimstöðinni til að rannsaka hvernig kvenlíkaminn bregst við þyngdarleysi [1].

Þökk sé bakgrunni hennar í vísindum og íþróttum var Suzanna Randall valin sem annað af tveimur geimfaraefnum Astronautin. Suzanna fæddist í Köln og er 38 ára og lærði stjörnufræði í Bretlandi áður en hún útskrifaðist frá Montral háskóla í Kanada með doktorspróf í stjarneðlisfræði. Randall vinnur nú sem stjörnufræðingur hjá ESO.

Randall hóf feril sinn hjá ESO sem ESO Fellow og er nú þátttakandi í ALMA sjónaukanum, stærsta útvarpssjónauka heims í Atacamaeyðimörkinni í Chile. ALMA samanstendur af 66 stórum loftnetum sem mæla millímetra og hálfsmillímetra geislun og er hún öflugasta stjörnustöð heims til að rannsaka hinn kalda og fjarlæga alheim [2]. Randall rannsakar líka þróun tifandi, blárra undirmálsstjarna. Hún hefur stundað svifvængflug um árabil, er lærður jógakennari og hefur gaman af vetraríþróttum.

Geimfaraefnin í Astronautin verkefninu þurfa að læra allt um geimstöðina. Þjálfunin felur íka í sér ýmis önnur krefjandi verkefni, eins og parabóluflug, óbyggðaþjálfun, flugþjálfun og vélaþjálfun.

„Ég vil sýna að það er mögulegt fyrir venjulegar konur að hafa allt það sem til þarf til að verða geimfari. Ég tel að það sé mikilvægt að konur séu sýnilegar á öllum sviðum samfélagsins og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að konur vinna í geimnum,“ sagði Randall aðspurð um hvers vegna hún sótti um Í Astronautin verkefninu.

Næstu Næstu tvö ár etur Randall kappi við Insa Thiele-Eich, 34 ára gamlan veðufræðingu, um sæti í geimferðinni. Í apríl 2017 var Thiele-Eich valin í verkefnið ásamt orrustuflugmanninum Nicola Baumann úr hópi 400 umsækjanda en eftir að Baumann hætti við þátttöku, ákvað valnefndin að veita Suzanna Randall tækifæri í hennar stað.

„Við erum afar ánægð með að Suzanna Randall getur strax hafið þjálfun vegna þekkingar sinnar á stjarneðlisfræði,“ sagði Claudia Kessler, stofnandi Astronautin.

Flugvélafyrirtækið Airbus styrkir Randall og Thiele-Eich í þjálfuninni. Fyrirtækið HYVE starfar með Astronautin um hugmyndir og lausnir til að fjármagna geimferð fyrsta kvenkyns geimfara Þjóðverja. IWG Isolier Wendt GmBH í Berlín styrkti blaðamannafundinn.

Skýringar

[1] Alþjóðlega geimstöðin er samstarfsverkefni Evrópu, Bandaríkjanna, Rússlandds, Japans og Kanada. Hún vegur 360 tonn og inniheldur yfir 820 rúmmetra af þrýstijöfnuðu rými sem dugir fyrir sex geimfara og mikinn fjölda vísindatilrauna. Smíði geimstöðvarinnar hófst í Nóvember árið 1998.

[2] ALMA hefur meira en tífalt betri greinigæði en Hubble geimsjónauki NASA og ESA og leitar svara við mörgum af dýpstu spurningum um uppruna okkar. Loftnetin eru notuð til að rannsaka myndun stjarna, sólkerfa, vetrarbrauta og uppruna lífsins. Til að ná þessum markmiðum er ALMA stjörnustöðin staðsett hátt í Andesfjöllum Chile.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Claudia Kessler
Stiftung erste deutsche Astronautin gGmbH
Tölvupóstur: claudia.kessler@dieastronautin.de

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1807.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1807is
Tegund:Unspecified : People : Astronaut

Myndir

ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
texti aðeins á ensku
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
texti aðeins á ensku
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
texti aðeins á ensku
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
texti aðeins á ensku
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
texti aðeins á ensku
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
ESO Astronomer Selected for Astronaut Training Programme
texti aðeins á ensku