eso1806is — Fréttatilkynning

VLT vinnur sem 16 metra sjónauki í fyrsta sinn

ESPRESSO mælitækið tekið í notkun með öllum sjónaukunum fjórum

13. febrúar 2018

ESPRESSO mælitækið á Very Large Telescope ESO í Chile hefur í fyrsta sinn verið notað til að sameina ljós frá öllum fjórum 8,2 metra sjónaukunum. Að sameina ljós á þennan hátt gerir VLT að þeim sjónauka í heiminum sem hefur mestu ljóssöfnunargetu.

Eitt af markmiðunum með smíði Very Large Telescope (VLT) ESO var að tengja sjónaukana fjóra saman og láta þá virka eins og einn stóran sjónauka. Þessu markmiði var náð eftir að ESPRESSO litrófsritinn var tekinn í notkun [1].

Eftir langa undirbúningsvinnu ESPRESSO samstarfshópsins (undir forystu Astronomical Observatory Genfarháskóla með hjálp frá rannsóknarmiðstöðvum frá Ítalíu, Portúgal, Spáni og Sviss) og starfsfólks ESO, hóf Xavier Barcons, framkvæmdarstjóri ESO, mælingarnar með því að ýta á hnapp í stjórnherbergi VLT.

„ESO hefur nú látið áratugagamlan draum sinn um VLT rætast með því að sameina ljós frá öllum sjónaukunum fjórum á Cerro Paranal í eitt mælitæki,“ sagði Gaspare Lo Gurto um þessar sögulegu mælingar en hann hefur umsjón með rannsóknum ESPRESSO hjá ESO.

Þegar allir fjórir 8,2 metra sjónaukarnir eru tengdir saman verka þeir eins og einn stór sjónauki. Fyrir vikið verður VLT í raun stærsti sjónauki heims þegar kemur að ljóssöfnunargetu.

Tvö meginmarkmið ESPRESSO eru að finna og greina reikistjörnur sem líkjast Jörðinni og leita að hugsanlegum breytingum á grunnföstum náttúrunnar. Seinni tilraunin einkum og sér í lagi krefst mælinga á daufum og fjarlægum dulstirnum en hún mun græða mest á því að ljós frá öllum sjónaukunum fjórum sé sameinað í ESPRESSO. Báðar tilraunirnar reiða sig á stöðugleika tækisins og mjög stöðugar viðmunarljóslindir.

Vegna þess hve þetta er flókið í framkvæmd hafði samblöndun ljóss af þessu tagi, frá öllum sjónaukunum fjórum í því sem kallast „sundurlaus fókus“, ekki verið prófuð fyrr en nú. Aftur á móti var gert ráð fyrir þessum möguleika þegar sjónaukinn var smíðaður í upphafi.

Kerfi spegla, þrístrendinga og linsa flytja ljósið sem hver sjónauka safnar yfir í ESPRESSO litrófsritann úr allt að 69 metra fjarlægð. Þökk sé þessum flóknu sjóntækjum getur ESPRESSO annað hvort safnað ljósi frá allt að fjórum sjónaukum saman og þannig aukið ljóssöfnunargetu sína, eða notað ljós frá stökum sjónauka sem gerir mælingatímann sveigjanlegri. ESPRESSO var sérstaklega þróað til að nýta þennan möguleika [3].

Ljósi sem sjónaukarnir fjórir safna er reglulega beint í gegnum VLT víxlmælinn svo greina megi mjög fín smáatriði í tiltölulega björtum fyrirbærum.

„Þetta mikilvæga skref er afrakstur áralangrar vinnu stórs teymis vísindamanna og verkfræðinga. Það er dásamlegt að sjá ESPRESSO vinna með öllum sjónaukunum fjórum og ég hlakka til þeirra spennandi vísindaniðurstaða sem framundan eru,“ sagði Paolo Molario, verkefnisstjóri ESPRESSO.

Að beina ljósinu inn í eitt mælitæki gerir stjörnufræðingum kleift að afla upplýsinga sem aldrei áður hefur verið mögulegt að afla. Nýi búnaðurinn er bylting fyrir stjarnvísindarannsóknir sem nýta litrófsrita með hárri upplausn. Í búnaðinum eru notaðar nýstárlegar hugmyndir eins og bylgjulengdakvörðun með hjálp leysigeislagreiðu sem skilar einstakri nákvæmni og hefur nú getuna til að nýta ljóssöfnunargetu allra VLT sjónaukanna fjögurra.

„Að ESPRESSO vinni nú með öllum sjónaukunum fjórum gefur okkur nasasjón af því sem koma skal með næstu kynslóð sjónauka eins Extremely Large Telescope,“ sagði Xavier Barcons, framkvæmdarstjóri ESO, að lokum.

Skýringar

[1] ESPRESSO — næsta kynslóð reikistjörnuleitartækis — gerði sínar fyrstu mælingar hinn 6. desember 2017 með aðeins einum af fjórum 8,2 metra sjónaukunum sem mynda VLT.

[2] Orðið „sundurlaus“ þýðir að ljósið frá sjónauknum fjórum er einfaldlega lagt saman án fasaupplýsinganna sem fylgja VLT víxlmælinum.

[3] Nýja sundurlausa samblöndun ljóssins skilar ljóssöfnunargetu sem samsvarar 16 metra breiðum sjónauka. Hins vegar er greinigetan eins og í stökum 8 metra sjónauka, ólíkt VLT víxlmælinum þar sem upplausnin eykst eins og ef um sýndarsjónauka væri að ræða sem hefði sama ljósop og hámarksbilið á milli sjónaukanna,

[4] „AstroComb“ bylgjulengdakvarðinn sem byggir á leysigeislagreiðu var hannaður og þróaður af Menlo Systems GmbH í Martinsried í Þýskalandi.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Francesco Pepe
University of Geneva
Geneva, Switzerland
Tölvupóstur: Francesco.Pepe@unige.ch

Stefano Cristiani
INAF–Osservatorio Astronomico di Trieste
Trieste, Italy
Tölvupóstur: cristiani@oats.inaf.it

Nuno Santos
Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço and Universidade do Porto
Porto, Portugal
Tölvupóstur: Nuno.Santos@astro.up.pt

Rafael Rebolo
Instituto de Astrofísica de Canarias
Tenerife, Spain
Tölvupóstur: rrl@iac.es

Gaspare Lo Curto
ESO
Garching, Germany
Tölvupóstur: glocurto@eso.org

Antonio Manescau
ESO
Garching, Germany
Tölvupóstur: amanesca@eso.org

Florian Kerber
ESO
Garching bei München, Germany
Tölvupóstur: fkerber@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1806.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1806is
Nafn:ESPRESSO
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Instrument
Facility:Very Large Telescope
Instruments:ESPRESSO

Myndir

ESPRESSO instrument achieves first light with all four Unit Telescopes
ESPRESSO instrument achieves first light with all four Unit Telescopes
texti aðeins á ensku
ESPRESSO instrument achieves first light with all four Unit Telescopes
ESPRESSO instrument achieves first light with all four Unit Telescopes
texti aðeins á ensku
ESPRESSO instrument achieves first light with all four Unit Telescopes
ESPRESSO instrument achieves first light with all four Unit Telescopes
texti aðeins á ensku
ESPRESSO instrument achieves first light with all four Unit Telescopes
ESPRESSO instrument achieves first light with all four Unit Telescopes
texti aðeins á ensku
ESPRESSO instrument achieves first light with all four Unit Telescopes
ESPRESSO instrument achieves first light with all four Unit Telescopes
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 152 Light: ESO’s VLT Working as 16-metre Telescope for First Time (4K UHD)
ESOcast 152 Light: ESO’s VLT Working as 16-metre Telescope for First Time (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Schematic representation of the four VLT Unit Telescopes feeding light to ESPRESSO
Schematic representation of the four VLT Unit Telescopes feeding light to ESPRESSO
texti aðeins á ensku