eso1730is — Fréttatilkynning

Öldruð stjarna blæs reykkúlu

20. september 2017

Stjörnufræðingar sem notuðu ALMA tóku þessa fallegu mynd af gas- og rykskel í kringum rauðu stjörnuna U Antilae. Mælingarnar hjálpa stjörnufræðingum að skilja betur hvernig stjörnur þróast á síðari stigum æviskeiða sinna.

Í stjörnumerkinu Dælunni getur stjörnuskoðari með handsjónauka komið auga á mjög rauða stjörnu sem breytir birtu sinni örlítið milli vikna. Stjarnan óvenjulega er kölluð U Antilae en nýjar mælingar Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) sýna að utan um hana er örþunn skel.

U Antilae [1] er kolefnastjarna — þróuð, köld og björt stjarna á láréttu risagreininni. Fyrir um 2700 árum gekk stjarnan í gegnum stutt skeið þar sem hún glataði miklu efni hratt. Á aðeins nokkur hundruð árum varð skelin sem sést á mynd ALMA til. Rannsóknir á skelinni sýna líka merki um þunnar gasslæður í henni.

Þessi fallega mynd er eingöngu möguleg vegna einstakrar greinigetu ALMA til að taka skarpar myndir á mismunandi bylgjulengdum frá Chajnantor hásléttunni í Atacamaeyðimörkinni í Chile. ALMA greinir miklu fínni myndanir í skelinni í kringum U Antilae en aðrir sjónaukar hafa getað.

Mælingar ALMA eru ekki bara ljósmynd heldur þrívíður gagnagrunnur (gagnateningur) þar sem hver sneið er mæld á örlítið mismunandi bylgjulengd. Vegna Dopplerhrifa þýðir það að hver sneið í gagnateningnum sýnir hvernig gas ferðast á mishratt til og frá athuganda. Skelin er líka merkileg fyrir þær sakir að hún er mjög samhverf og einstaklega þunn. Með því að skoða gas á mismunandi hraða getum við sneitt kúluna eins og í sneiðmyndatöku á mannslíkamanum.

Mikilvægt er að skilja efnasamsetningu skelja og lofthjúpa stjarna af þessu tagi, sem og hvernig skeljarnar myndast við massatap, til að læra meira um þróun stjarna og vetrarbrauta í árdaga alheimsins. Skeljar á borð við þá sem er utan U Antilae innihalda fjölbreytt efnasambönd úr kolefni og öðrum frumefnum. Þær hjálpa líka til við að endurvinna gas og ryk í geimnum og eiga sök á allt að 70% af ryki milli stjarna.

Skýringar

[1] Nafniið U Antilae endurspeglar þá staðreynd að hún er fjórða stjarnan í stjörnumerkinu Loftdælunni sem breytir birtu sinni. Nöfn breytistjarna fylgja flókinni reglu sem hér er útskýrð.

Frekari upplýsingar

Rannsóknin var kynnt í greininni „Rings and filaments. The remarkable detached CO shell of U Antliae“ eftir F. Kerschbaum o.fl. sem birtist í tímaritinu Astronomy & Astrophysics.

Í rannsóknarteyminu eru F. Kerschbaum (University of Vienna, Austurríki), M. Maercker (Chalmers University of Technology, Onsala Space Observatory, Svíþjóð), M. Brunner (University of Vienna, Austurríki), M. Lindqvist (Chalmers University of Technology, Onsala Space Observatory, Svíþjóð), H. Olofsson (Chalmers University of Technology, Onsala Space Observatory, Svíþjóð), M. Mecina (University of Vienna, Austurríki), E. De Beck (Chalmers University of Technology, Onsala Space Observatory, Svíþjóð), M. A. T. Groenewegen (Koninklijke Sterrenwacht van België, Belgíu), E. Lagadec (Observatoire de la Côte d’Azur, CNRS, France), S. Mohamed (University of Cape Town, Suður Afríku), C. Paladini (Université Libre de Bruxelles, Belgíu), S. Ramstedt (Uppsala University, Svíþjóð), W. H. T. Vlemmings (Chalmers University of Technology, Onsala Space Observatory, Svíþjóð), og M. Wittkowski (ESO)

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Franz Kerschbaum
University of Vienna
Vienna, Austria
Sími: +43 1 4277-51856
Tölvupóstur: franz.kerschbaum@univie.ac.at

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1730.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1730is
Nafn:U Antliae
Tegund:Milky Way : Star : Type : Variable
Facility:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Science data:2017A&A...605A.116K

Myndir

Delicate bubble of expelled material around the cool red star U Antliae
Delicate bubble of expelled material around the cool red star U Antliae
texti aðeins á ensku
The star U Ant in the constellation of Antlia (The Air Pump)
The star U Ant in the constellation of Antlia (The Air Pump)
texti aðeins á ensku
Wide-field image of the sky around U Antliae
Wide-field image of the sky around U Antliae
texti aðeins á ensku
ALMA view of the motions of material in the shell around U Antliae
ALMA view of the motions of material in the shell around U Antliae
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 127 Light: Ageing Star Blows Off Smoky Bubble (4K UHD)
ESOcast 127 Light: Ageing Star Blows Off Smoky Bubble (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Flying from the Earth to the star U Antliae
Flying from the Earth to the star U Antliae
texti aðeins á ensku
Tomography of a cosmic bubble
Tomography of a cosmic bubble
texti aðeins á ensku

Sjá einnig