eso1637is — Fréttatilkynning

Nákvæmustu myndirnar af Eta Carinae

Víxlmælir VLT nær myndum af hvassviðri í frægu stjörnukerfi

19. október 2016

Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga notaði Very Large Telescope Intereferometer til að ná myndum af Eta Carinae tvístirnakerfinu í meiri smáatriðum en nokkru sinni fyrr. Á myndunum koma í ljós myndanir innan kerfisins sem aldrei hafa sést áður, þar á meðal á svæðinu milli stjarnanna tveggja þar sem gríðaröflugir stjörnuvindar rekast saman. Þessi nýja sýn á þetta dularfulla stjörnukerfi gæti leitt til betri skilnings á þróun stærstu stjarnanna í geimnum.

Hópur stjörnufræðinga undir forystu Gerd Weigelt frá Max Planck stofnuninni í útvarpsstjörnufræði (MPIfR) í Bonn notaði Very Large Telescope Interferometer (VLTI) í Paranal stjörnustöð ESO til að taka einstakar myndir af Eta Carinae tvístirnakerfinu í Kjalarþokunni.

Þetta þungavigtartvístirni samanstendur af tveimur efnismiklum stjörnum sem snúast hvor um aðra og eru mjög virkar. Frá þeim blása öflugir stjörnuvindar sem geta náð allt að tíu milljón km hraða á klukkustund [1]. Svæðið milli stjarnanna tveggja, þar sem vindarnir frá stjörnunum rekast saman, er mjög ókyrrt og hefur ekki verið hægt að rannsaka það fyrr en nú.

Eta Carinae er svo stór að ýmsar tilþrifamiklar myndanir verða til. Upp úr 1830 sáu stjörnufræðingar stjörnuna blossa upp. Í dag vitum við að ástæða þess var sú að stærri stjarnan í kerfinu varpaði frá sér miklu magni af gasi og ryki á mjög stuttum tíma sem leiddi til myndunar tveggja kekkja sem kallast Litli maðurinn og við sjáum í kerfinu í dag. Áhrifin af því þegar vindarnir frá stjörnunum rekast saman á miklum hraða valda því að hitastig gassins hækkar um milljónir gráða svo það gefur frá sér röntgengeislun.

Miðjusvæðið þar sem vindarnir rekast saman er tiltölulega lítið — þúsund sinnum minna en Litli maðurinn. Sjónaukar í geimnum eða á Jörðinni hafa ekki náð skýrum myndum af því hingað til. Stjörnufræðingarnir hafa nú nýtt sér greinigæði VLTI tækisins AMBER til að skyggnast inn í svæðið í fyrsta sinn. Víxlmælirinn og notkun á þremur af fjórum hjálparsjónaukum VLT leiddi til tífaldrar aukningar á greinigæðum sjónaukans í samanburði við einn stakan VLT sjónauka. Fyrir vikið náðust skýrustu og skörpustu myndirnar til þessa af kerfinu og kom ýmislegt óvænt í ljós.

Nýju myndirnar frá VLT sýna greinilega myndanir á milli stjarnanna tveggja. Óvænt keilulaga form sját þar sem vindhviðurnar frá minni og heitari stjörnunni rekast á þéttari vind frá stærri stjörnunni.

„Segja má að draumur okkar hafi ræst því við náðum sérstaklega skýrum myndum í innrauðu ljósi. VLTI veitir okkur einstakt tækifæri til að efla skilning okkar á Eta Carinae og mörgum öðrum lykilfyrirbærum,“ segir Gerd Weigelt.

Einnig voru gerðar litrófsmælingar á árekstrarsvæðinu sem gerðu stjörnufræðingum kleift að mæla vindhraðann [2]. Með vindhraðamælingunum gátu stjörnufræðingarnir útbúið mun nákvæmari tölvulíkön af innri byggingu þessa heillandi stjörnukerfis sem mun auka skilning okkar á því hvernig mjög massamiklar stjörnum glata massa þegar þær þróast.

Diter Schertl (MPIfR) horfir bjartsýnum augum fram á veginn: „Nýju mælitæki VLTI, GRAVITY og MATISSE, gera okkur kleift að framkvæma víxæmælingar með enn meiri nákvæmni og yfir víðara tíðnisvið. Vítt tíðnisvið er nauðsynlegt svo við getum áttað okkur á eðliseiginleikum margra stjarnfræðilegra fyrirbæra.“

Skýringar

[1] Stjörnurnar tvær eru svo efnismiklar og skærar að geislunin rífur yfirborðið af þeim og þeytir því út í geiminn. Út verður stjörnuvindur og geta vindhviðurnar orðið margar milljónir kílómetra á klkkustund.

[2] Mælingar voru gerðar á Dopperhrifum. Stjörnufræðingar nota Dopplerhrif til að reikna út nákvæmlega hversu hratt stjörnur og önnur stjarnfræðileg fyrirbæri hreyfast til eða frá Jörðinni. Hreyfing fyrirbæris til eða frá okkur veldur örlítilli hliðrun á litrófslínum. Hægt er að reikna út hraðann út frá þessari tilfærslu.

Frekari upplýsingar

Sagt er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í tímaritinu Astronomy and Astrophysics.

Í rannsóknarteyminu eru G. Weigelt (Max Planck Institute for Radio Astronomy, Þýskalandi), K.-H. Hofmann (Max Planck Institute for Radio Astronomy, Þýskalandi), D. Schertl (Max Planck Institute for Radio Astronomy, Þýskalandi), N. Clementel (South African Astronomical Observatory, Suður Afríku) , M.F. Corcoran (Goddard Space Flight Center, Bandaríkjunum; Universities Space Research Association, Bandaríkjunum), A. Damineli (Universidade de São Paulo, Brasilíu), W.-J. de Wit (European Southern Observatory, Chile), R. Grellmann (Universität zu Köln, Þýskalandi), J. Groh (The University of Dublin, Írlandi), S. Guieu (European Southern Observatory, Chile), T. Gull (Goddard Space Flight Center, Bandaríkjunum), M. Heininger (Max Planck Institute for Radio Astronomy, Þýskalandi) , D.J. Hillier (University of Pittsburgh, Bandaríkjunum), C.A. Hummel (European Southern Observatory, Þýskalandi), S. Kraus (University of Exeter, Bretlandi), T. Madura (Goddard Space Flight Center, Bretlandi), A. Mehner (European Southern Observatory, Chile), A. Mérand ( European Southern Observatory, Chile), F. Millour (Université de Nice Sophia Antipolis, Frakklandi), A.F.J. Moffat (Université de Montréal, Kanada), K. Ohnaka (Universidad Católica del Norte, Chile), F. Patru (Osservatorio Astrofisico di Arcetri, Ítalíu), R.G. Petrov (Université de Nice Sophia Antipolis, Frakklandi), S. Rengaswamy (Indian Institute of Astrophysics, Indlandi) , N.D. Richardson (The University of Toledo, Bandaríkjunum), T. Rivinius (European Southern Observatory, Chile), M. Schöller (European Southern Observatory, Þýskalandi), M. Teodoro (Goddard Space Flight Center, Bandaríkjunum) og M. Wittkowski (European Southern Observatory, Þýskalandi)

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Gerd Weigelt
Max-Planck-Institut für Radioastronomie
Bonn, Germany
Sími: +49 228 525 243
Tölvupóstur: weigelt@mpifr-bonn.mpg.de

Dieter Schertl
Max-Planck-Institut für Radioastronomie
Bonn, Germany
Sími: +49 228 525 301
Tölvupóstur: ds@mpifr-bonn.mpg.de

Norbert Junkes
Public Information Officer, Max-Planck-Institut für Radioastronomie
Bonn, Germany
Sími: +49 228 525 399
Tölvupóstur: njunkes@mpifr-bonn.mpg.de

Mathias Jäger
Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 176 62397500
Tölvupóstur: mjaeger@partner.eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1637.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1637is
Nafn:Eta Carinae
Tegund:Milky Way : Star : Grouping : Binary
Facility:Very Large Telescope Interferometer
Instruments:AMBER
Science data:2016A&A...594A.106W

Myndir

Detailed look on Eta Carinae
Detailed look on Eta Carinae
texti aðeins á ensku
Highest resolution image of Eta Carinae
Highest resolution image of Eta Carinae
texti aðeins á ensku
Mynd Digitized Sky Survey af Eta Carinae þokunni
Mynd Digitized Sky Survey af Eta Carinae þokunni
Kjalarþokan í stjörnumerkinu Kilinum
Kjalarþokan í stjörnumerkinu Kilinum
Panoramic view of the WR 22 and Eta Carinae regions of the Carina Nebula*
Panoramic view of the WR 22 and Eta Carinae regions of the Carina Nebula*
texti aðeins á ensku
Ein mynd, margar sögur
Ein mynd, margar sögur
Kjalarþokan á mynd VLT Survey Telescope
Kjalarþokan á mynd VLT Survey Telescope
Eta Carinae
Eta Carinae
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Zoom on Eta Carinae
Zoom on Eta Carinae
texti aðeins á ensku
Animation of Eta Carinae and its surrounding
Animation of Eta Carinae and its surrounding
texti aðeins á ensku