eso1623is — Fréttatilkynning

Júpíter bíður komu Junos

Glæsilegar myndir VLT af Júpíter birtar örfáum dögum fyrir komu Juno geimfarsins

27. júní 2016

Stjörnufræðingar hafa tekið glæsilegar innrauðar ljósmyndir af Júpíter með Very Large Telescope ESO til að undirbúa heimsókn Juno geimfars NASA til gasrisans. Myndirnar eru hluti af rannsóknarherferð sem miðar að því að kortleggja reikistjörnuna í hárri upplausn. Mælingarnar hjálpa til við rannsóknir Juno á Júpíter á komandi mánuðum.

Nýjar myndir af Júpíter sem teknar voru af hópi undir forystu Leigh Fletcher við Leicesterháskóla í Bretlandi voru birtar á fundi konunglega stjarnvísindafélagsins í Nottingham. Myndirnar voru teknar með VISIR mælitækinu á Very Large Telescope ESO og eru hluti af rannsóknum sem snúast um að efla skilning á lofthjúpi Júpíters áður en Juno geimfar NASA [1] kemur þangað í júlí á þessu ári.

Í herferðinni eru notaðir nokkrir stórir sjónaukar á Hawaii og í Chile auk gagna frá stjörnuáhugamönnum um heim allan. Kortin gefa okkur ekki aðeins svipmynd af reikistjörnunni heldur sýna þau hvernig lofthjúpur Júpíters hefur breyst undanfarna mánuði fyrir komu Juno.

Juno var skotið á loft árið 2011 og hefur ferðast nærri 3000 milljón kílómetra til Júpíters. Geimfarið er betur í stakk búið en sjónaukar á Jörðinni til að gera mælingar á Júpíter, svo kemur það mörgum spánskt fyrir sjónir að rannsóknir frá jörðinni séu svo mikilvægar

„Kortin hjálpa okkur að undirbúa rannsóknir Juno á næstu mánuðum. Mælingar á mismunandi bylgjulengdum innrauðs ljóss gerir okkur kleift að draga upp þrívíða mynd af flutningi orku og efni í lofthjúpnum,“ sagði Leigh Fletcher, aðspurður um mikilvægi mælinganna fyrir fyrir komu Juno geimfarsins.

Erfitt er að ná skýrum og skörpum myndum af Júpíter í gegnum ókyrrðina í lofthjúpi Jarðar. Þessar hnífskörpu myndir af ólgandi skýjahjúpi Júpíters voru teknar með aðferð sem kallast lukkuljósmyndun. Þá voru mörg þúsund myndir teknar með VISIR mælitækinu með mjög stuttum lýsingartíma. Skörpustu myndirnar voru síðan valdar út úr þeim en restinni hent. Myndunum var svo staflað í eina glæsilega lokamynd eins og hér sést.

„Síðastliðna átta mánuði hefur samvinna alþjóðlegs teymis stjörnufræðinga og stjörnuáhugamanna skila einstöku gagnasafni. Niðurstöður Juno og gögnin frá VISIR munu gera vísindamönnum kleift að átta sig á varmauppbyggingu lofthjúps Júpíters, skýjaþykkninu og dreifingu gastegunda,“ sagði Glenn Orton sem hafði umsjón með rannsóknum frá Jörðinni fyrir Juno leiðangurinn.

Segja má að rannsóknir frá Jörðinni ryðji brautina fyrir rannsóknir Juno sem munu færa okkur nýjar og spennandi niðurstöður um Júpíter, stærstu reikistjörnu sólkerfisins.

Skýringar

[1] Juno geimfarið var nefnt eftir eiginkonu Júpíters. Júpíter sveipaði sig skýjum, rétt eins og reikistjarnan, til að hylja sitt raunverulega eðli.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Leigh Fletcher
University of Leicester
United Kingdom
Sími: +44 116 252 3585
Tölvupóstur: leigh.fletcher@leicester.ac.uk

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Robert Massey
Deputy Executive Director, Royal Astronomical Society
United Kingdom
Sími: +44 (0)20 7292 3979
Tölvupóstur: rm@ras.org.uk

Anita Heward
Royal Astronomical Society
Farsími: +44 (0)7756 034 243
Tölvupóstur: anitaheward@btinternet.com

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1623.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1623is
Nafn:Jupiter
Tegund:Solar System : Planet
Facility:Very Large Telescope
Instruments:VISIR

Myndir

Jupiter imaged using the VISIR instrument on the VLT
Jupiter imaged using the VISIR instrument on the VLT
texti aðeins á ensku
Two faces of Jupiter
Two faces of Jupiter
texti aðeins á ensku
Comparison of VISIR and visible light views of Jupiter
Comparison of VISIR and visible light views of Jupiter
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Jupiter imaged using the VISIR instrument on the VLT
Jupiter imaged using the VISIR instrument on the VLT
texti aðeins á ensku