eso1617is — Fréttatilkynning

ESO undirritar stærsta samning í sögu stjarnvísindarannsókna á Jörðu niðri um smíði á hvolfþaki og grind E-ELT

25. maí 2016

Hinn 25. maí skrifaði ESO undir samning við ACe samstarfshópinn sem samanstendur af Astaldi, Cimolai og undirverktakanum EIE Group, um smíði á hvolfþaki og grind European Extremely Large Telescope (E-ELT). Samningurinn er sá stærsti sem ESO hefur undirritað og jafnframt sá stærsti í sögu stjarnvísindarannsókna á jörðu niðri. Við undirritunina var hönnun E-ELT sjónaukans sýnd. Smíði hvolfþaksins og grindarinnar um sjónaukann hefst nú.

European Extremely Large Telescope (E-ELT), sem státa mun af 39 metra breiðum safnspegli, verður stærsti sjónauki heims fyrir rannsóknir á innrauðu og sýnilegu ljósi. Sjónaukinn verður byggður á stað í norðurhluta Chile sem þegar hefur verið undirbúinn.

Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO, undirritaði samninginn um smíði hvolfþaksins yfir sjónaukann ásamt þeim Paolo Astaldi, forstjóra Astaldi, og Luigi Cimolai, forstjóra Cimolai. Viðstödd undirritunina voru H.E. Stefania Giannini, mennta- og vísindamálaráðherra Ítalíu, ítalski konsúllinn í München, Renato Cianfarani; Patrick Roche forseti ESO ráðsins, Nicolò D’Amico, forseti ESO ráðsins (sem er líka forseti INAF) og Matteo Pardo, fulltrúi vísinda í ítalska sendiráðinu í Berlín. Gianpietro Marchiori, forseti EIE, aðrir gestir og fulltrúar í ESO ráðinu voru einnig viðstödd.

Samningurinn snýr að hönnun, framleiðslu, flutning, smíði, uppsetningu á staðnum og prófanir á hvolfþaki og grind sjónaukans. Samingurinn er 400 milljón evra virði svo um er að ræða stærsta samning sem ESO hefur undirritað og stærsta samning í sögu stjarnvísindarannsókna á jörðu niðri.

Hvolfþakið utan um E-ELT og grind sjónaukans færir verkfræðina upp á nýtt stig. Í samningnum er ekki aðeins kveðið á um 85 metra breytt hvolfþak sem snýst og vegur 5000 tonn, heldur líka um grind sjónaukans sem þarf líka að hreyfast mjúklega til þrátt fyrir að vega um 3000 tonn. Báðar þessar byggingar eru hinar lang stærstu í sögu stjarnvísindarannsókna á jörðu niðri og eru allar aðrar dvergvaxnar í samanburði. Hvolfþakið verður næstum 80 metra hátt og fótspor þess álíka stórt og flatarmál knattspyrnuvallar.

E-ELT er í smíðum á Cerro Armazones, 3000 metra háum fjallstindi um 20 kílómetrum frá Paranal stjörnustöð ESO. Búið er jafna tindinn og leggja veg upp á hann en vinna við hvolfþakið hefst þar árið 2017.

Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO sasgði: „E-ELT á eftir að gera uppgötvanir sem við getum varla ímyndað okkur í dag og veita fólki um allan heim innblástur um vísindi, tækni og stöðu okkar í alheiminum. Undirritunin í dag er lykilskref í átt til þess að E-ELT opni augun árið 2024“.

Paolo Astaldi, forstjóri Astaldi, bætti við: „Þetta verkefni er sannarlega framsýnt, bæði hvað varðar stjarnvísindi sem svið en líka hvað snertir verkfræði og smíði. Astaldi og samstarfsaðilar okkar, Cimolai og EIE Group, eru ákaflega stolt af því að hafa verið valin af ESO til að gera þennan sjónauka að veruleika. Astaldi er þekkt fyrir mikla tæknigetu, byggingar í hæsta gæðaflokki og öflugar framkvæmdir og munum við leggja alla okkar krafta í verkefnið. Ég undirrita þennan stjarnfræðilega samning með mikilli ánægju.“

Luigi Cimolai, forstjóri Cimolai, sagði: „Það er okkur heiður og við erum þakklát fyrir að fyrirtæki okkar hafi fengið tækifæri til að taka þátt í þessari tæknilegu áskorun. Til að smíða European Extremely Large Telescope þarf verkfræði í hæsta gæðaflokki og ég trúi því að þetta muni efla okkur til þróa enn stærri og flóknari verkefni.“

Margir aðrir hlutar í smíði E-ELT eru einnig í fullum gangi. ESO hefur þegar skrifað undir samning um smíði á fyrstu mælitækjum sjónaukans, MICADO, HARMONI og METIS, sem og MAORY aðlögunarsjóntækjabúnaðinn fyrir E-ELT. Samningur um aukaspegil E-ELT verður undirritaður í nátinni framtíð.

Safnspegill E-ELT verður stærri en nokkurs annars sjónauka í sögunni. Með aðlögunarsjóntækjabúnðinum verða myndir hans 15 sinnum skarpari en myndir Hubble geimsjónauka NASA og ESA á sömu bylgjulengd. Smíði sjónaukans býður upp á mýmörg tækifæri fyrir tækilegar og verkfræðilegar aukaafurðir, þar á meðal tækniflutning og tæknisamninga. Nýi samningurinn sýnir að E-ELT hefur alla burði til .þess að hafa líka mikil efnahagsleg áhrif því verktakar í aðildarríkjum ESO fá tækifæri til að leiða stór alþjóðleg verkefni.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO, Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Alessandra Onorati
Media Contact for the ACe Consortium
Tölvupóstur: A.Onorati@Astaldi.com

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1617.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1617is
Nafn:Extremely Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope
Facility:Extremely Large Telescope

Myndir

ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
texti aðeins á ensku
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
texti aðeins á ensku
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
texti aðeins á ensku
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
texti aðeins á ensku
Artist's rendering of the Extremely Large Telescope
Artist's rendering of the Extremely Large Telescope
texti aðeins á ensku
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
texti aðeins á ensku
The E-ELT showing the secondary mirror housing
The E-ELT showing the secondary mirror housing
texti aðeins á ensku
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to St Stephen's Cathedral, Vienna, Austria
The E-ELT compared to St Stephen's Cathedral, Vienna, Austria
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the Atomium, Brussels, Belgium
The E-ELT compared to the Atomium, Brussels, Belgium
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the statue of Christ the Redeemer in Rio de Janeiro, Brazil
The E-ELT compared to the statue of Christ the Redeemer in Rio de Janeiro, Brazil
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the Ještěd Tower in the Czech Republic
The E-ELT compared to the Ještěd Tower in the Czech Republic
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the Round Tower in Copenhagen, Denmark
The E-ELT compared to the Round Tower in Copenhagen, Denmark
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to Turku Cathedral, Finland
The E-ELT compared to Turku Cathedral, Finland
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the Arc de Triomphe in Paris, France
The E-ELT compared to the Arc de Triomphe in Paris, France
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the Brandenburg Gate, Berlin, Germany
The E-ELT compared to the Brandenburg Gate, Berlin, Germany
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the Colosseum in Rome, Italy
The E-ELT compared to the Colosseum in Rome, Italy
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the Nemo Building in Amsterdam, the Netherlands
The E-ELT compared to the Nemo Building in Amsterdam, the Netherlands
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to St. Mary's Basilica, Kraków, Poland
The E-ELT compared to St. Mary's Basilica, Kraków, Poland
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the Padrão dos Descobrimentos. Lisbon, Portugal
The E-ELT compared to the Padrão dos Descobrimentos. Lisbon, Portugal
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the Sagrada Família in Barcelona, Spain
The E-ELT compared to the Sagrada Família in Barcelona, Spain
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the Lilla Bommen building, Gothenburg, Sweden
The E-ELT compared to the Lilla Bommen building, Gothenburg, Sweden
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to Bern Cathedral, Switzerland
The E-ELT compared to Bern Cathedral, Switzerland
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to Big Ben in London, United Kingdom
The E-ELT compared to Big Ben in London, United Kingdom
texti aðeins á ensku
The E-ELT compared to the VLT
The E-ELT compared to the VLT
texti aðeins á ensku
Size comparison between the E-ELT and other telescope mirrors
Size comparison between the E-ELT and other telescope mirrors
texti aðeins á ensku
Size comparison between the ELT and other telescope domes
Size comparison between the ELT and other telescope domes
texti aðeins á ensku
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
texti aðeins á ensku
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
texti aðeins á ensku
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for E-ELT dome and telescope structure
texti aðeins á ensku
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for ELT dome and telescope structure
ESO signs largest ever ground-based astronomy contract for ELT dome and telescope structure
texti aðeins á ensku
The ELT compared to the Rosse telescope in Ireland
The ELT compared to the Rosse telescope in Ireland
texti aðeins á ensku
The ELT compared to the Nidaros Cathedral, Trondheim, Norway
The ELT compared to the Nidaros Cathedral, Trondheim, Norway
texti aðeins á ensku
The ELT compared to the Spire of Dublin, Ireland
The ELT compared to the Spire of Dublin, Ireland
texti aðeins á ensku
The ELT compared to the Statue of Liberty in New York, USA
The ELT compared to the Statue of Liberty in New York, USA
texti aðeins á ensku
The ELT compared to La Portada natural arch in Chile
The ELT compared to La Portada natural arch in Chile
texti aðeins á ensku
The ELT compared to the Vancouver Science World in Canada
The ELT compared to the Vancouver Science World in Canada
texti aðeins á ensku
The ELT compared to the Sydney Opera House in Australia
The ELT compared to the Sydney Opera House in Australia
texti aðeins á ensku
The ELT compared to the Manchester Central Convention Complex in the UK
The ELT compared to the Manchester Central Convention Complex in the UK
texti aðeins á ensku
The ELT compared to the Manchester Etihad Stadium in the UK
The ELT compared to the Manchester Etihad Stadium in the UK
texti aðeins á ensku
Telescopes and football
Telescopes and football
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 84: The New E-ELT Design Unveiled
ESOcast 84: The New E-ELT Design Unveiled
texti aðeins á ensku
The European Extremely Large Telescope
The European Extremely Large Telescope
texti aðeins á ensku
Opening up the E-ELT
Opening up the E-ELT
texti aðeins á ensku
Close-up of the E-ELT in its dome
Close-up of the E-ELT in its dome
texti aðeins á ensku
Close-up view of the E-ELT in its dome
Close-up view of the E-ELT in its dome
texti aðeins á ensku
The E-ELT dome opening
The E-ELT dome opening
texti aðeins á ensku
ESO Signs Largest Ever Ground-based Astronomy Contract for E-ELT Dome and Telescope Structure
ESO Signs Largest Ever Ground-based Astronomy Contract for E-ELT Dome and Telescope Structure
texti aðeins á ensku
Light's five-mirror journey through the ELT
Light's five-mirror journey through the ELT
texti aðeins á ensku
Light's five-mirror journey through the E-ELT (no text)
Light's five-mirror journey through the E-ELT (no text)
texti aðeins á ensku