eso1504is — Fréttatilkynning

VISTA horfir í gegnum Vetrarbrautina

Ný innrauð ljósmynd af Þríklofnuþokunni sviptir hulunni af nýjum breytistjörnum langt fyrir aftan þokuna

4. febrúar 2015

Á þessari mynd sem tekin var með VISTA kortlagningarsjónauka ESO sést hin fræga Þríklofnaþoka í nýju og draugalegu ljósi. Með hjálp innrauðs ljóss geta stjörnufræðingar séð í gegnum rykið í miðfleti Vetrarbrautarinnar og komið auga á ótalmörg fyrirbæri sem alla jafna eru hulin sjónum okkar. Á svæðinu sem hér sést, sem er lítill hluti af kortlagningarverkefni VISTA, hafa fundist tvær áður óþekktar og mjög fjarlægar sveiflustjörnur sem kallast sefítar, nánast beint fyrir aftan þokuna. Þær eru fyrstu stjörnurnar af þessari gerð sem fundist hafa hingað til í miðfleti Vetrarbrautarinnar, handan við miðbunguna.

Kortlagning á miðsvæðum Vetrarbrautarinnar í innrauðu ljósi í leit að nýja og huldum fyrirbærum er eitt stærsta verkefni VISTA sjónaukans í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Í verkefninu, sem kallast VVV (skammstöfun fyrir VISTA Variables in the Via Lactea), eru sum svæði skoðuð oftar en einu sinni í leit að fyrlrbærum sem breyta birtu sinni lotubundið.

Þessi nýja og glæsilega mynd er aðeins örlítill hluti af hinu risavaxna VVV gagnasafni. Á henni sést frægt fyrirbæri, stjörnumyndunarsvæðið Messier 20 sem alla jafna er kallað Þríklofnaþokan vegna dökkra rykslæða sem kljúfa hana í þrennt séð í gegnum sjónauka.

Sú kunnuglega mynd sem margir hafa af Þríklofnuþokunni í sýnilegu ljósi, þar sem bleikglóandi vetni og bláleit ljósmóða frá ungum og heitum stjörnum blasa við, er hvernig sýnileg á þessari mynd VISTA. Þokan er skugginn af sjálfri sér. Rykskýin eru næsta ógreinileg og bjartur bjarmi vetnisskýjanna kemur vart fram. Þríklofnaformið er hvergi sjáanlegt.

Víðmyndin er hins vegar stórglæsileg. Þykki rykskýin í vetrarbrautarskífunni sem gleypa sýnilegt ljós, hleypa í gegn mestum hluta innrauða ljóssins sem VISTA nemur. Í stað þess að rykið byrgi okkur sýn sér VISTA í gegnum það, langt út fyrir Þríklofnuþokuna og kemur auga á fyrirbæri hinu megin í Vetrarbrautinni sem við höfum aldrei séð áður.

Myndin er gott dæmi um hið óvænta sem sést þegar innrauðar ljósmyndir eru teknar. Skammt frá Þríklofnuþokunni á himninum, en í raun sjö sinnum lengra í burtu [1], fannst par sveiflustjarna í gögnum VISTA af gerð sefíta, óstöðugra stjarna sem auka birtu sína og dofna lotubundið. Stjörnufræðingar telja að stjörnurnar tvær sé þær björtustu í stjörnuþyrpingu en þær eru einu sefítarnir sem hafa fundist þetta nálægt miðfleti og á fjærhlið Vetrarbrautarinnar. Stjörnurnar breyta birtu sinni á 11 dögum.

Skýringar

[1] Þríklofnaþokan er í um 5200 ljósára fjarlægð frá Jörðinni, miðja Vetrarbrautarinnar er um 27.000 ljósár í burtu í næstum sömu átt en sefítarnir nýfundnu eru í um 37.000 ljósára fjarlægð frá okkur.

Frekari upplýsingar

Sagt var frá niðurstöðunum í greininni „Discovery of a Pair of Classical Cepheids in an Invisible Cluster Beyond the Galactic Bulge“ eftir I. Dekany o.fl. sem birtist nýverið í Astrophysical Journal Letters.

Í rannsóknarteyminu eru I. Dékány (Millennium Institute of Astrophysics, Santiago, Chile; Universidad Católica de Chile, Santiago, Chile), D. Minniti (Universidad Andres Bello, Santiago, Chile; Millennium Institute of Astrophysics; Center for Astrophysics and Associated Technologies; Vatican Observatory, Vatikaninu, Ítalíu), G. Hajdu (Universidad Católica de Chile; Millennium Institute of Astrophysics), J. Alonso-García (Universidad Católica de Chile; Millennium Institute of Astrophysics), M. Hempel (Universidad Católica de Chile), T. Palma (Millennium Institute of Astrophysics; Universidad Católica de Chile;), M. Catelan (Universidad Católica de Chile; Millennium Institute of Astrophysics), W. Gieren (Millennium Institute of Astrophysics; Universidad de Concepción, Chile) og D. Majaes (Saint Mary's University, Halifax, Kanada; Mount Saint Vincent University, Halifax, Kanada).

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Reykjavík, Ísland
Farsími: 896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO education and Public Outreach Department
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1504.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1504is
Nafn:M 20, Messier 20, Trifid Nebula
Tegund:Solar System : Nebula
Facility:Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy
Instruments:VIRCAM
Science data:2015ApJ...799L..11D

Myndir

VISTA views the Trifid Nebula and reveals hidden variable stars
VISTA views the Trifid Nebula and reveals hidden variable stars
texti aðeins á ensku
VISTA views the Trifid Nebula and reveals hidden variable stars (annotated)
VISTA views the Trifid Nebula and reveals hidden variable stars (annotated)
texti aðeins á ensku
The Trifid Nebula in the constellation of Sagittarius
The Trifid Nebula in the constellation of Sagittarius
texti aðeins á ensku
Comparison of the Trifid Nebula in visible and infrared light
Comparison of the Trifid Nebula in visible and infrared light
texti aðeins á ensku
VISTA views the Trifid and reveals hidden variable stars (wider field view)
VISTA views the Trifid and reveals hidden variable stars (wider field view)
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Cross-fade video comparing views of the Trifid Nebula in visible and infrared light
Cross-fade video comparing views of the Trifid Nebula in visible and infrared light
texti aðeins á ensku
Zooming in on the Trifid Nebula, and two Cepheid variables far beyond
Zooming in on the Trifid Nebula, and two Cepheid variables far beyond
texti aðeins á ensku

Samanburður á myndum

Slider comparison of the Trifid Nebula in visible and infrared light
Slider comparison of the Trifid Nebula in visible and infrared light
texti aðeins á ensku