eso1433is — Fréttatilkynning

Pólland gerist aðili að Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli

28. október 2014

Í dag undirritaði prófessor Lena Kolarska-Bobińska, mennta- og vísindamálaráðherra Póllands, samþykkt um þátttöku landsins í Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO) — öfugustu stjörnustöðvar heims á jörðu niðri. ESO hlakkar til að taka á móti Póllandi sem aðildarríki eftr að samningurinn hefur verið staðfestur.

Þau Kolarska-Bobińska ráðherra og Tim de Zeeuw framkvæmdarstjóri ESO undirrituðu aðildarsamning Póllands í Varsjá í viðurvist annarra ráðamanna frá Póllandi og ESO. Samningurinn felur í sér þáttöku í alþjóðlegu samstarfi svo pólska þingið þrf að staðfesta hann og fullgilda [1]. Samningurinn var undirritaður í kjölfar einróma samþykktar ESO ráðsins á fundi hinn 8. október 2014.

„Við erum afar spennt fyrir því að aðild okkar að ESO sé í sjónmáli,“ sagði Kolarska-Bobińska ráðherra. „Aðildin felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir okkur til framtíðar og mun drífa áfram iðnað, vísindi og tækni í Póllandi. Þetta markar upphafið af frábæru samstarfi við evrópska stjarnvísindasamfélagið og mun ennfremur efla tengsl okkar við Chlie, sem við eigu nú þegar náið samstarf við, til dæmis í námuvinnslu — öðru sviði þar sem náttúrugæði Chile eru framúrskarandi.“

Tengls ESO og Póllands ná einnig út fyrir stjarnvísindasamfélagið sjálft. Sem dæmi fór iðnaðardagur ESO fram í Varsjá í janúar 2013. Þá gafst ESO færi á að kynna pólskum iðnaði stjörnustöðvar sínar og fyrirhuguð stórverkefni, þar á meðal smíði European Extremely Large Telescope (E-ELT).

„Við hlökkum til að fá Pólland sem aðildarríki að samtökum okkar,“ segir Tim de Zeeuw framkvæmdarstjóri ESO. „Póllandi fylgir sterkt stjarnvísindasamfélag sem mun styrkja sérfræðiþekkingu í aðildarríkjum ESO, til dæmis í tímarunumælingum. Pólland mun fá aðgang að bestu sjónaukum og stjörnustöðvum heims, þar á meðal Very Large Telescope á Paranal, ALMA á Chajnantor og einnig Extremely Large Telescope á Armazones á næsta áratug sem verður risaskref fram á við. Pólland getur nú verið hluti af uppbyggingu E-ELT.“

Í Póllandi, heimalandi Nikulásar Kópernikusar, stjörnufræðingsins sem setti fram þá tilgátu að sólin væri miðja sólkerfisins en ekki jörðin, er rík stjarnvísindahefð sem nær til okkar tíma. „Pólskir stjörnufræðingar hafa lagt mikið af mörkum til stjarnvísinda undanfarin ár og með aðild okkar að ESO mun framlagið aðeins aukast,“ sagði Kolarska-Bobińska ráðherra.

Skýringar

[1] Eftir fullgildingu á aðildarsamningi Póllands við ESO verða aðildarríki ESO Austurríki, Belgía, Brasilía (eftir fullgildingu), Tékkland, Danmörk, Frakkland, Finnland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Pólland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð og Bretland.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Reykjavík, Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1433.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1433is
Nafn:ESO Director General, ESO Member States
Tegund:Unspecified : People
Facility:Other

Myndir

The signing ceremony with Poland
The signing ceremony with Poland
texti aðeins á ensku
The signing ceremony with Poland
The signing ceremony with Poland
texti aðeins á ensku