eso1350is — Fréttatilkynning

Stækkaðar höfuðstöðvar ESO opnaðar

Nýbygging við höfuðstöðvar ESO í Garching formlega tekin í notkun

5. desember 2013

Þann 4. desember 2013 fór fram opnunarathöfn fyrir nýja viðbyggingu við höfuðstöðvar ESO í Garching bei München í Þýskalandi. Fulltrúar aðildarríkjanna í ESO ráðinu, yfirvöld úr nágrenninu, arkitektarnir Auer+Weber+Assozilerte, verktakinn BAM Deutchsland AG og framkvæmdarhópur ESO voru viðstaddir athöfnina.

Opnun nýju vðbyggingarinnar markar mikilvægan dag í sögu ESO, ekki aðeins vegna þess að nú er allt starfsfólk ESO í Garching undir einu þaki, sem hvetur til frekari samvinnu, heldur er þar einnig ný tæknibygging fyrir tækjabúnað ESO en þar verða nýjustu tækin sett saman, prófuð og uppfærð. Mögulegt var að ráðast í smíði byggingarinnar vegna mikilvægs framlags frá Vísinda- og tæknimálaráðuneyti Þýskalands.

Með opnun bygginganna tveggja — skrifstofubyggingin er um 10.300 fermetrar en tæknibyggingin um 2.900 fermetar — hefur flatarmál höfuðstöðva ESO í Garching tvöfaldast. Viðbótarrýmið var löngu tímabært, því starfsfólk ESO dreifðist á mismunandi staði í vísindagörðum Garching.

Þar sem European Extremely Large Telescope er handan seilingar, þurfti ESO auk þess stað undir tækniþróunina sem fylgir þessu metnaðarfulla risaverkefni. Tæknibyggingin, sem einnig mun hýsa einn stærsta tölvutæka stjarnvísindagagnagrunn heims, verður miðpunktur þróunarvinnunnar.

Arkitektarnir Auer+Weber+Assozilerte hannaði byggingarnar tvær og brúna sem tengir þær saman við gömlu bygginguna, en þeir urðu hlutskarpastir í hönnunarsamkeppni sem fór fram. Sama arkitektarstofa hannaði líka Residencia í Paranal stjörnustöð ESO í Chile, en sú bygging hlaut LEAF verðlaunin árið 2004 og Cityscape Arcitechtural Review verðlaunin árið 2005.

Viðbyggingarnar voru hannaðar í samræmi við upprunalegu höfuðstöðvarnar. Í skrifstofubyggingunni, sem heldur sömu sveigðu lögun, er náttúruleg birta nýtt til hins ítrasta, auk þess sem inni í henni eru tveir húsagarðar. Tæknibyggingin er sívalningslaga og um það bil jafn breið 39 metra safnspegli E-ELT.

Báðar byggingarnar nýju eru „grænar“, því orkunotkunin í þeim verður umtalsvert minni en alla jafna er í jafnstórum byggingum. Þetta er hægt vegna góðrar einangrunar á framhlíð húsanna, en líka vegna þess að hún er hituð upp með grunnvatni og varmadælu, en nýtir auk þess svæðishitaveituna sem notar jarðvarmavatn.

Smíði bygginganna hófst í janúar 2012 og markar opnun hennar enn eitt skrefið fram á við í þróun ESO.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Christoph Haupt
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6310
Tölvupóstur: chaupt@eso.org

Lars Lindberg Christensen
Head, ESO education and Public Outreach Department
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6761
Farsími: +49 173 3872 621
Tölvupóstur: lars@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1350.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1350is
Nafn:ESO HQ Garching
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility
Facility:Other

Myndir

The ESO Headquarters Extension
The ESO Headquarters Extension
texti aðeins á ensku
Ribbon-cutting ceremony at the inauguration of the ESO Headquarters  Extension
Ribbon-cutting ceremony at the inauguration of the ESO Headquarters Extension
texti aðeins á ensku
The ESO Headquarters Extension
The ESO Headquarters Extension
texti aðeins á ensku
The new ESO technical building
The new ESO technical building
texti aðeins á ensku
A view of the ESO Headquarters Extension
A view of the ESO Headquarters Extension
texti aðeins á ensku
The ESO Headquarters Extension seen from afar
The ESO Headquarters Extension seen from afar
texti aðeins á ensku
The new ESO office and conference building
The new ESO office and conference building
texti aðeins á ensku
The new ESO office and conference building
The new ESO office and conference building
texti aðeins á ensku
The new ESO technical building
The new ESO technical building
texti aðeins á ensku
A view of the ESO Headquarters Extension
A view of the ESO Headquarters Extension
texti aðeins á ensku
The new ESO Headquarters Extension
The new ESO Headquarters Extension
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Time-lapse video sequence showing the construction of the ESO Headquarters extension
Time-lapse video sequence showing the construction of the ESO Headquarters extension
texti aðeins á ensku
Time-lapse video sequence showing the construction of ESO technical building
Time-lapse video sequence showing the construction of ESO technical building
texti aðeins á ensku