eso1346is — Fréttatilkynning

ESO fagnar 50 ára samstarfsafmæli með Chile

6. nóvember 2013

Í dag eru 50 ár liðin frá því að samstarf hófst milli Chile og ESO. Þetta samstarf hefur reynst afar árangursríkt og gert bæði stjarnvísindum í Evrópu og Chile að færa mörk vísinda, tækni og menningar inn í framtíðina.

Þann 6. nóvember árið 1963 var upphaflega samþykktin milli Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli (ESO) og ríkisstjórnar Chile, kölluð Convenia, undirrituð, sem gerði ESO kleift að koma upp sjónaukum undir heiðskíra himninum yfir Chile.

„Samstarfið við Chile hefur reynst gott og langvinnt. ESO er vísinda- og menningarleg brú milli Chile og Evrópu sem hefur opnað dyr inn í framtíðina og komið Chile, aðildarríkjunum og vísindum og tækni almennt, til góða,“ segir Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO.

Árið 1966 var fyrsti sjónauki ESO með 1 metra breiðan spegil settur upp og þann 25. mars árið 1969 opnaði þáverandi forseti Chile fyrstu stjörnustöð ESO, La Silla stjörnustöðina. Með tímanum bættust 3,5 metra sjónaukinn og New Technology Telescope (NTT), auk nokkurra smærri sjónauka, í hópinn á þessum framúrskarandi stað. Þessir sjónaukar ruddu brautina fyrir næstu stjörnustöð ESO í Paranal.

Paranal stjörnustöðin var opnuð þann 5. mars 1999 og hýsir Very Large Telescope (VLT), öflugasta sjónauka heims fyrir sýnilegt og innrautt ljós, sem skilað hefur nokkrum af mikilvægustu stjarnvísindaniðurstöðum samtímans. Í Paranal stjörnustöðinni eru einnig öflugustu kortlagningarsjónaukar heims, VISTA og VST.

Fyrir skömmu kom ESO, í samstarfi við aðila í Norður Ameríku og austur Asíu, í samvinnu við Chile, upp Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ALMA er niðurkomin á Chajnantor hásléttunni og samanstendur af 66 loftnetum sem nema millímetra/hálfsmillímetra geislun. Sebastian Piiñera, forseti Chile, tók sjónaukann formlega í notkun þann 13. mars 2013.

„ESO hefur lagt sitt af mörkum til menntunar nýrra kynslóða vísindamanna, bæði í Chile og Evrópu. Það hefur veitt okkur tækifæri til að skapa tengsl milli menningarheima okkar. Þær fjölmörgu samstarfsnefndir sem ESO og Chile taka þátt í eru skýr dæmi um það, ekki aðeins í vísindum, heldur einnig í menningu og menntun,“ segir Fernando Comerón, fulltrúi ESO í Chile.

Sem gestaþjóð nýtur Chile forgangs í tíma til að nota sjónauka ESO. Það gefur chileskum stjörnufræðingum aðgang að öflugustu stjörnustöðvum heims.

Í framtíðinni munu ESO og Chile halda áfram að styrkja samband sitt. Fyrir viku afhenti Piiñera forseti skjöl þar sem ESO var fært landið í kringum Cerro Armazones (sjá eso1345). Cerro Armazones mun hýsa næsta verkefni ESO, European Extremely Large Telescope, „stærsta auga jarðar“.

Til að halda upp á afmælið með almenningi í Chile, hafa ESO og sendirráð aðildarríkjanna skipulagt ýmiskonar menningarviðburði. Frekari upplýsingar eru hér.

Þann 8. nóvember 2013 stendur ESO fyrir sérstakri gestamóttöku fyrir yfirvöld í Chile, sendiherra og fulltrúa aðildarríkjanna og aðila úr vísindasamfélaginu í landinu.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Lars Lindberg Christensen
ESO education and Public Outreach Department
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6761
Farsími: +49 173 3872 621
Tölvupóstur: lars@eso.org

Richard Hook
ESO, Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1346.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1346is
Nafn:ESO 50th anniversary
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory
Facility:Other

Myndir

ESO marks 50 years of fruitful collaboration with Chile
ESO marks 50 years of fruitful collaboration with Chile
texti aðeins á ensku
Telescopes at ESO's first site in Chile: the La Silla Observatory
Telescopes at ESO's first site in Chile: the La Silla Observatory
texti aðeins á ensku
ESO's Paranal Observatory: the VLT's Laser Guide Star and star trails
ESO's Paranal Observatory: the VLT's Laser Guide Star and star trails
texti aðeins á ensku
ALMA Antennas on the Chajnantor plateau in northern  Chile
ALMA Antennas on the Chajnantor plateau in northern Chile
texti aðeins á ensku