eso1232is — Fréttatilkynning

Veldu það sem VLT skoðar og Tístaðu þig í heimsókn til VLT!

Tveir skemmtilegir leikir í tilefni 50 ára afmælis ESO

8. ágúst 2012

ESO byggir og starfrækir marga af öflugustu sjónaukum heims, þar á meðal Very Large Telescope (VLT) í Paranal stjörnustöðinni. Með þessum risavélum höfum við gert margar heillandi uppgötvanir um alheiminn. Nú, í fyrsta sinn í sögu sjónaukans, getur þú ákveðið hvert beina á augum VLT eða unnið frábæra ferð til Atacamaeyðimerkurinnar í Chile og aðstoðað sjálf(ur) við myndatökuna.

Fyrri leikur okkar af tveimur kallast Veldu það sem VLT skoðar.

Alla jafna þurfa stjörnufræðingar að skipuleggja athuganir sínar langt fram í tímann og rökstyðja vel hvers vegna þeir vilja nota VLT en aðeins hluta þeirra gefst kostur á því. Í þínu tilviki verður það miklu einfaldara.

ESO hefur þegar valið nokkur áhugaverð fyrirbæri sem sjást á himninum á afmælisdegi ESO þann 5. október 2012 og passa í sjónsvið VLT [1]. Það eina sem þú þarft að gera er að greiða því fyrirbæri atkvæði sem þér líst best á. Það fyrirbæri sem flest atkvæði hlýtur verður viðfangsefni VLT á 50 ára afmælinu — 5. október 2012.

Við munum draga út vinningshafa og tíu aðra meðal þeirra sem greiddu atkvæði (ekki þarf að hafa greitt vinningstillögunni atkvæði svo allir eru með). Vinningshafinn hlýtur einn af nýjustu iPad spjaldtölvunum í verðlaun en hinir tíu fá varning frá ESO á borð við bækur, DVD og fleira góðgæti.

En hvað um að fá að heimsækja VLT og aðstoða við athuganirnar?

Til þess að eiga möguleika á því hvetjum við þig til að taka þátt í öðrum leik sem kallast Tístaðu þig í heimsókn til VLT! Við bjóðum þér að tísta (á hvaða opinbera tungumáli aðildarríkis ESO sem er) ástæðu þess að þú vilt heimsækja VLT í Paranal stjörnustöð ESO. Dómnefnd velur vinningshafa sem hlýtur að launum ferð til Chile þar sem greitt verður fyrir allar ferðir og uppihald. Vinningshafanum gefst kostur á að heimsækja VLT á 50 ára afmælisdegi ESO, 5. október 2012 og taka myndina úr Veldu það sem VLT skoðar keppninni. Allt verður sent út í beinni útsendingu víða um heim sem hluti af afmælisfögnuðinum.

Báðar keppnirnar standa yfir til 31. ágúst 2012 klukkan 23:59:59 að Evróputíma eða 21:59:59 að íslenskum tíma. Frekar upplýsingar og reglur beggja leikja er að finna á vef ESO.

Skýringar

[1] VLT er eins og öflug aðdráttarlinsa svo sjónsviðið er lítið. Það þýðir að víðfeðm fyrirbæri á borð við Sverðþokuna í Óríon eða Kjalarþokuna eru of stór til að VLT geti fangað þau á eina mynd. Til að hjálpa þér að velja hefur ESO útbúið svarthvít sýnishorn af fyrirbærunum á kosningasíðunni úr eldri myndum frá Digitized Sky Survey. Lokaútgáfa VLT myndarinnar mun að sjálfsögðu líta miklu betur út en svarthvítu sýnishornin.

Frekari upplýsingar

Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Douglas Pierce-Price
Public Information Officer, ESO
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6759
Tölvupóstur: dpiercep@eso.org

Olivier R. Hainaut
ESO Astronomer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6752
Farsími: +49 151 2262 0554
Tölvupóstur: ohainaut@eso.org

Oana Sandu
Community Coordinator for the Education and Public Outreach Department, ESO
Garching bei München, Germany
Farsími: +49 176 943 942 20
Tölvupóstur: osandu@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1232.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1232is
Nafn:Contest
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory
Facility:Very Large Telescope

Myndir

Two competitions for ESO's 50th anniversary
Two competitions for ESO's 50th anniversary
texti aðeins á ensku

Sjá einnig