eso1149is — Fréttatilkynning
Filippus Belgíuprins í fararbroddi viðskiptasendinefndar sem heimsækir ESO í Chile
8. desember 2011
Erfingi belgísku krúnunnar heimsótti Paranal stjörnustöð ESO í fylgd viðskiptasendinefndar sem kannaði framtíðarmöguleika evrópsk iðnaðar í tengslum við European Extremely Large Telescope verkefni ESO.
Heimsókns hans hátignar Filippusar Belgíuprins, hertogans af Brabant, hófst mánudaginn 5. desember 2011 með þátttöku hans á sérstökum iðnaðardegi í Vitacura skrifstofubyggingu ESO í Santiago í Chile. Á deginum var lögð áhersla á þá miklu möguleika sem evrópskum fyrirtækjum býðst við smíði E-ELT sjónauka ESO sem verður „stærsta auga jarðar“ með 40 metra safnspegli.
„E-ELT mun veita fyrirtækjum og stofnunum í aðildarríkjum ESO ómetanleg tækifæri, og þar sem sjónaukinn verður sá stærsti sinnar tegundar í heiminum verður hann öflugur drifkraftur rannsókna í framtíðinni“ sagði Prófessor Massimo Tarenghi, fulltrúi ESO í Chile.
Belgía er eitt stofnríkja ESO og hefur lagt fjölmargt mikilvægt af mörkum til samtakanna í gegnum tíðina. Nefna má að hjálparsjónaukarnir fjórir í Paranal stjörnustöðinni voru smíðaðir af belgíska fyrirtækinu AMOS (Liège). Auk þess hafa belgísk fyrirtæki gert mikilvæga samninga sem tengjast hönnun E-ELT.
Belgískir stjarnvísindamenn hafa einnig nýtt sér sjónauka ESO mikið. Fyrir skömmu voru gerðar mikilvægar uppgötvanir á dvergreikistjörnunni Erisi (eso1142) með belgíska TRAPPIST sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO.
Miðvikudaginn 7. desember flaug sendinefndin frá Santiago til Atacamaeyðimerkurinnar, eins þurrasta staðar jarðar, þar sem Paranal stjörnustöðin er staðsett. Þar fékk hans hátign leiðsögn um stjörnustöðina í fylgd Prófessor Massimo Tarenghi og Dr. Michael Sterzik, sem útskýrði tilgang og stjórnun sjónaukanna. Eftir að hvelfingarnar voru opnaðar við sólsetur fór sendinefndin í ett af stjórnherbergjunum og fylgdist þar með stjörnufræðingum að störfum í Paranal.
Í fylgdarliði Filippusar prins var Marcourt ráðherra, varaforseti, efnahags-, utanríkisviðskipta- og tæknimálaráðherra ríkisstjórnar Vallóna, Jos Chabert utanríkisráðherra og Dirk Van Eeckhout, sendiherra Belga í Chile, sem og fulltrúar stórra fyrirtækja eins og AMOS, SEPTENTRIO, ENE, XENIC og Liège háskóla.
Frekari upplýsingar
ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org
Massimo Tarenghi
ESO Representative in Chile
Santiago, Chile
Sími: +56 2 463 3143
Tölvupóstur: mtarengh@eso.org
Patrick Geeraert
ESO Head of Administration
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6873
Farsími: +49 176 1300 6504
Tölvupóstur: pgeeraer@eso.org
Gonzalo Argandoña
ESO education and Public Outreach Department
Santiago, Chile
Sími: +56 2 463 3258
Farsími: +56 9 9 829 4202
Tölvupóstur: gargando@eso.org
Richard Hook
ESO, La Silla, Paranal, E-ELT & Survey Telescopes Press Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org
Um fréttatilkynninguna
Fréttatilkynning nr.: | eso1149is |
Nafn: | Paranal, Santiago, Site visit, Very Large Telescope |
Tegund: | Unspecified : People : Other/General |
Facility: | Very Large Telescope |