eso1112is — Fréttatilkynning

Forseti Tékklands heimsækir Paranal stjörnustöð ESO

7. apríl 2011

Þann 6. apríl 2011 heimsótti Václav Klaus, forseti Tékklands, Paranal stjörnustöð ESO ásamt konu sinni Liviu Klausová en hún nýtti jafnframt tækifærið til að skoða Cerro Armazones, fyrirhugaða byggingarlóð E-ELT.

Hinum virðulega gesti voru sýndar aðstæðurnar í stjörnustöðinni á Cerro Paranal en líka þegar hvolfþak eins af fjórum 8,2 metra sjónaukum Very Large Telescope ESO var opnað og allt gert klárt fyrir mælingar næturinnar í öflugustu stjörnustöð heims til rannsókna á sýnilegu ljósi.

„Það er mér sönn ánægja að bjóða Klaus forseta velkominn í Paranal stjörnustöðina og sýna honum persónulega þann framúrskarandi búnað sem ESO hannar, smíðar og starfrækir fyrir evrópsk stjarnvísindi“ sagði Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO.

„Mér þykir sú tækni sem ESO hefur komið upp hér í hjarta eyðimerkurinnar einstaklega heillandi“ sagði Klaus forseti. „Tékkneskir stjörnufræðingar nota þessar stjörnustöðvar nú þegar og við hlökkum líka mikið til framlags tékknesks iðanaðar og tékkneska vísindasamfélagsins til E-ELT sjónaukans í náinni framtíð.“

Frá VLT sjónaukunum gafst forsetanum einnig tækifæri til að dást að Cerro Armazones innan um tignarlegt landslag Atacamaeyðimerkurinnar í Chile sem umlykur Paranal. Armazones er næsti fjallstindur við Cerro Paranal en þar hyggjast menn koma upp E-ELT sjónaukanum upp í framtíðinni (sjá eso1018). Beðið er samþykkis stjórnar ESO í árslok 2011 um heimild til að ráðast í byggingu E-ELT en kostnaður er áætlaður um einn milljarður evra. Vonast er til að smíði hefjist árið 2012 og að sjónaukinn verði tekinn í notkun snemma næsta áratug.

Með í för Klaus forseta voru Karel Schwarzenberg, utanríkisráðherra Tékklands, og Zdenek Kubánek, sendiherra Tékklands í Chile auk tékkneskrar iðnaðarnefndar. Hópurinn naut gestrisni Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóra ESO, Massimo Tarenghi, fulltrúa ESO í Chile, Andreas Kaufer, framkvæmdarstjóra ESO í Chile og Jan Palous fulltrúi Tékklands í stjórn ESO.

Eftir að hvolfþökin voru opnuð nýtti Klaus forseti tækifærið til að njóta sólsetursins yfir Kyrrahafinu frá VLT. Síðan heimsótti hann stjórnstöð VLT þar sem sjónaukunum fjórum og VLT víxlmælinum (VLTI) er stjórnað. Þar fylgdist forsetinn með upphafi mælinga með einum af sjónaukum VLT.

Frekari upplýsingar

ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: saevar@stjornuskodun.is

Massimo Tarenghi
ESO Representative in Chile
Santiago, Chile
Sími: +56 2 463 3143
Tölvupóstur: mtarengh@eso.org

Gonzalo Argandoña
ESO education and Public Outreach Department
Santiago, Chile
Sími: +56 2 463 3258
Farsími: +56 9 9 829 4202
Tölvupóstur: gargando@eso.org

Douglas Pierce-Price
Public Information Officer
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6759
Tölvupóstur: dpiercep@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1112.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1112is
Nafn:ESO Director General, Paranal, President, Very Large Telescope
Facility:Very Large Telescope

Myndir

President of the Czech Republic, Václav Klaus, visiting ESO's Paranal Observatory
President of the Czech Republic, Václav Klaus, visiting ESO's Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
President of the Czech Republic, Václav Klaus, visiting ESO's Paranal Observatory
President of the Czech Republic, Václav Klaus, visiting ESO's Paranal Observatory
texti aðeins á ensku