eso1020is — Fréttatilkynning

Ný og skýr sýn á klassíska þyrilþoku

19. maí 2010

ESO hefur birt fallega innrauða ljósmynd af Messier 83, nálægri vetrarbraut, sem tekin var með HAWK-I myndavélinni á Very Large Telescope (VLT) ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile. Myndin er sú skarpasta og nákvæmasta sem tekin hefur verið af þessari vetrarbraut af jörðu niðri og sýnir vel hina miklu getu myndavélarinnar.

Vetrarbrautin Messier 83 (eso0825) er í um 15 milljón ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Vatnaskrímslinu. Hún er aðeins 40.000 ljósár á breidd eða 40 prósent af stærð Vetrarbrautarinnar en svipar þó nokkuð til hennar, bæði hvað varðar þyrillögunina og bjálkans um miðjuna. Messier 83 er fræg meðal stjörnufræðinga vegna þeirra fjölmörgu sprengistjarna, risasprenginga sem marka ævilok sumra stjarna, sem hún hefur hýst. Á síðustu öld sáust sex sprengistjörnur í Messier 83 — metfjöldi sem aðeins ein önnur vetrarbraut státar líka af. Messier 83 er ein bjartasta vetrarbraut næturhiminsins, jafnvel án sprengistjarnanna, og sést leikandi í gegnum litla handsjónauka.

Þessi innrauða ljósmynd af Messier 83 var tekin með HAWK-I [1] myndavélinni öflugu á Very Large Telescope (VLT) ESO. Í innrauðu ljósi verður mestur hluti ryksins sem hylur stóran hluta Messier 83 gegnsætt. Björt gasský umhverfis heitar ungar stjörnur í þyrilörmunum eru sömuleiðis ekki eins áberandi á innrauðum myndum. Þess vegna sést uppbygging vetrarbrautarinnar betur sem og þær fjölmörgu stjörnur sem hún inniheldur. Þessi skarpa mynd er því stjörnufræðingum í leit að ungum stjörnuþyrpingum, sem eru faldar í ryksvæðunum, mikilvæg. Rannsóknir á slíkum þyrpingum var meginmarkmið þessara athugana [2]. Þegar myndin er borin saman við eldri myndir er augljóst að mun fleiri stjörnur sjást í vetrarbrautinni þökk sé haukfránni sjón HAWK-I.

Samverkandi þættir risastórs spegils VLT, víðs sjónsvið og næmrar myndavélar, auk þeirra frábæru aðstæðna sem ríkja í Paranal stjörnustöð ESO gera HAWK-I að einni öflugustu nær-innrauðu myndavél heims. Stjörnufræðingar bíða í ofvæni eftir að nota myndavélina sem var tekin í notkun árið 2007 (eso0736).

Samblanda risastórs spegils VLT, víðs sjónsviðs og mikillar næmni myndavélarinnar og hinar frábæru aðstæður sem ríkja í Paranal stjörnustöð ESO gerir HAWK-I að einni öflugustu nær-innrauðu myndavél heims. Stjörnufræðingar bíða í ofvæni í röð eftir að fá að nota myndavélina sem tók til starfa árið 2007 (eso0736) og ná nokkrum af bestu innrauðu ljósmyndum sem hægt er að ná af jörðu niðri af næturhimninum.

Skýringar

[1] HAWK-I stendur fyrir High-Acuity Wide-field K-band Imager. Tæknilegri upplýsingar um myndavélina er að finna í eldri fréttatilkynningu (eso0736).

[2] Myndin er unnin úr gögnum sem aflað var af hópur undi forystu Mark Gieles (University of Cambridge) og Yuri Beletsky (ESO), Mischa Schirmer (University of Bonn).

Frekari upplýsingar

ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: saevar@stjornuskodun.is

Richard Hook
ESO
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1020.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1020is
Nafn:M 83
Tegund:Local Universe : Galaxy : Type : Spiral
Facility:Very Large Telescope
Instruments:HAWK-I

Myndir

The classic spiral Messier 83 seen in the infrared with HAWK-I
The classic spiral Messier 83 seen in the infrared with HAWK-I
texti aðeins á ensku
Highlights of the HAWK-I infrared image of Messier 83
Highlights of the HAWK-I infrared image of Messier 83
texti aðeins á ensku
An infrared/visible comparison view of Messier 83
An infrared/visible comparison view of Messier 83
texti aðeins á ensku
The sky around Messier 83
The sky around Messier 83
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Zooming in on the HAWK-I infrared view of Messier 83
Zooming in on the HAWK-I infrared view of Messier 83
texti aðeins á ensku
Panning across Messier 83 in the infrared
Panning across Messier 83 in the infrared
texti aðeins á ensku
Visible/infrared cross-fades of Messier 83
Visible/infrared cross-fades of Messier 83
texti aðeins á ensku