eso1018is — Fréttatilkynning

E-ELT fundinn staður

Stærsta auga jarðar verður á Armazones í Chile

26. apríl 2010

Þann 26. apríl 2010 ákvað stjórn ESO að hinn fyrirhugaði 42 metra European Extremely Large Telescope (E-ELT) skyldi byggður á Cerro Armazones, 3.060 metra háum fjallstindi í miðhluta Atacamaeyðimerkurinnar í Chile, um 130 kílómetrum suður af borginni Antofagasta og um 20 kílómetrum frá Cerro Paranal þar sem Very Large Telescope ESO er að finna.

„Staðarákvörðunin markar þáttaskil og gerir okkur kleift að ljúka við grunnhönnun þessa metnaðarfulla verkefnis sem mun án efa gjörbreyta þekkingu okkar á stjarnvísindum“ segir Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO. „Mig langar til að þakka valnefndinni fyrir það frábæra starf sem hún hefur unnið undanfarin ár.“

Spegilþvermál European Extremely Large optical/infrared Telescope (E-ELT) verður 42 metrar og næsta skref ESO nú er að hefja smíði hans. E-ELT verður „stærsta auga jarðar“ — eini sjónauki sinnar tegundar í heiminum. ESO útbýr nú nákvæma byggingaráætlun í samstarfi við stjarnvísindasamfélagið. Með E-ELT ætla menn að reyna að svara mörgum mikilvægustu ósvöruðu spurningum nútíma stjarnvísinda og að lokum gæti hann bylt sýn okkar á alheiminn, rétt eins og sjónauki Galíleós gerði fyrir 400 árum. Lokaákvörðun um smíði sjónaukans verður tekin í árslok 2010 en fyrirhugað er að taka hann í notkun árið 2018.

Það var stjórn ESO sem tók ákvörðunina um staðsetningu E-ELT en hún hefur æðsta ákvörðunarvald samtakanna og í sitja fulltrúar aðildarríkjanna fjórtán. Ákvörðunin byggir á yfirgripsmiklum veðurathugunum sem stóðu yfir í nokkur ár en mestur hluti þeirra gagna sem aflað var í valferlinu verða gerðar opinberar árið 2010.

Hafa varð ýmsa þætti í huga við valferlið. „Stjarnfræðileg gæði“ lofthjúpsins skiptu sköpum, þ.e. fjöldi heiðríkra nótta, magn vatnsgufu í lofthjúpnum og stöðugleiki hans (einnig þekkt sem stjörnuskyggni). Einnig varð að taka aðra þætti með í reikninginn, t.d. byggingar- og rekstrarkostnað auk vísindalegrar og rekstrarlegrar samþættingar við aðrar stórar stjörnustöðvar (VLT/VLTI, VISTA, VST, ALMA og SKA o.s.frv.).

Í mars 2010 fékk stjórn ESO í hendur drög að skýrslu þar sem meginniðurstöður staðarákvörðunar E-ELT valnefndarinnar voru kynntar [1]. Niðurstöðurnar staðfestu að allir þeir staðir sem til greina komur (Armazones, Ventarrones, Tolonchar og Vizcacha í Chile og La Palma á Spáni) þóttu kjörnir til stjörnuathugana og höfðu allir sína kosti. Niðurstaða skýrslunar var samt sú að Cerro Armazones, skammt frá Paranal, var álitlegasti kosturinn, bæði vegna gæða himns þegar allir þættir voru teknir saman og líka vegna þess að hægt er að starfrækja stjörnustöðina með Paranal stjörnustöð ESO sem fyrir er. Cerro Armazones og Paranal búa báðir við sömu kjöraðstæður til stjörnuathugana með yfir 320 heiðskírar nætur á ári.

Þegar allt var tekið saman, meðmæli valnefndarinnar sem og aðrir mikilvægir þættir, einkum vísindaleg gæði staðarins, lýsti stjórnin yfir stuðningi við valið á Cerro Armazones undir E-ELT [2].

„Þegar geta E-ELT til að umbreyta stjarnvísindum bætist við þá öflugu stjörnustöð sem VLT er fyrir, er framtíð Paranal sem öflugasta stjörnustöð heims til rannsókna á sýnilegu og innrauðu ljósi tryggð og styrkir um leið stöðu ESO sem fremstu stjarnvísindasamtök heims“ segir de Zeeuw.

Chileska ríkisstjórnin ákvað að láta af hendi allstórt landsvæði við mörk Paranal landsvæðis ESO til að aðstoða við valið á Cerro Armazones sem framtíðarstaðsetningu E-ELT, en einnig til að koma verkefninu á laggirnar og styðja við það. Nú er áframhaldandi verndun svæðisins gegn óæskilegum truflunum, sér í lagi ljósmengun og námavinnslu, tryggð.

Skýringar

[1] Sjálfstæð E-ELT valnefnd (Site Selection Advisory Committee (SSAC)) hefur grannskoðað niðurstöður athugana frá nokkrum mögulegum stöðum um allan heim. Bandarísk valnefnd Thirty-Meter Telescope (TMT) hefur unnið samskonar starf. Til að koma í veg fyrir tvíverknað rannsakaði SSAC ekki þá staði sem komu til greina af TMT nefndinni (allir í Norður og Suður Ameríku) en hóparnir deildu gögnum með sér. Tveir staðir á lista SSAC, þar á meðal Armazones, voru líka á lista TMT.

[2] Ályktun stjórnar ESO í heild er sem hér segir:

Ályktun stjórnar ESO um staðsetningu E-ELT

Viðurkennir

  • þau skýru og skorinorðu meðmæli valnefndarinnar að E-ELT skuli staðsettur á Cerro Armazones í norður Chile
  • þá miklu vísindalegu samhæfingu sem myndi hljótast milli E-ELT og sjónauka framtíðarinnar á suðurhveli, einkum ALMA og SKA
  • þá vísindalegu og rekstrarlegu samhæfingu við Paranal sem af því hlytist

og lýsir um leið yfir mikilli ánægju með

  • þau örlátu tilboð sem Spánn og Chile lögðu fram til að hýsa E-ELT
  • þá góðu og djúpu samræður við Chile og Spán er þau þróuðu tilboð sitt um staðsetningu E-ELT;

Stjórnin hefur komist að þeirri niðurstöðu að vísindaleg gæði staðarins sé veigamesti þátturinn í staðarákvörðun E-ELT. Gæði Cerro Armazones til vísindarannsókna og þau jákvæðu áhrif sem staðsetning E-ELT þar mun hafa á forystuhlutverk ESO í vísindum framtíðarinnar eru nógu mikil til að vega þyngra en gott tilboð Spánar.

Stjórnin hefur af þeim sökum ákveðið að samþykkja meðmæli framkvæmdarstjóran að velja Cerro Armazones í Chile undir E-ELT.

Stjórnun leggur ríka áherslu á nauðsyn þessarar ákvörðunar svo síðar megi taka ákvörðun um smíði sjónaukans.

Frekari upplýsingar

ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: saevar@stjornuskodun.is

Tim de Zeeuw
ESO Director General
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6226
Tölvupóstur: ikreutle@eso.org

Massimo Tarenghi
ESO Representative in Chile
Santiago, Chile
Sími: +56 2 463 3143
Tölvupóstur: mtarengh@eso.org

Roberto Gilmozzi
E-ELT Principal Investigator
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6667
Tölvupóstur: rgilmozz@eso.org

Lars Lindberg Christensen
Head ESO education and Public Outreach Department
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6761
Farsími: +49 173 38 72 621
Tölvupóstur: lars@eso.org

Henri Boffin
ESO La Silla-Paranal/E-ELT Press Officer
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6222
Farsími: +49 174 515 43 24
Tölvupóstur: hboffin@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1018.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1018is
Nafn:Cerro Armazones
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory
Facility:Extremely Large Telescope

Myndir

Cerro Armazones night-time panorama*
Cerro Armazones night-time panorama*
texti aðeins á ensku
Cerro Armazones at night
Cerro Armazones at night
texti aðeins á ensku
Cerro Armazones
Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
Cerro Paranal and Cerro Armazones in Chile
Cerro Paranal and Cerro Armazones in Chile
texti aðeins á ensku
Site testing at Cerro Armazones
Site testing at Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
Cerro Armazones at night
Cerro Armazones at night
texti aðeins á ensku
Site testing at Cerro Armazones
Site testing at Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
View from Cerro Armazones
View from Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
Sun and Moon on Armazones
Sun and Moon on Armazones
texti aðeins á ensku
Cerro Armazones - site of the future E-ELT
Cerro Armazones - site of the future E-ELT
texti aðeins á ensku
Cerro Armazones at sunset
Cerro Armazones at sunset
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 16: E-ELT Site Chosen
ESOcast 16: E-ELT Site Chosen
texti aðeins á ensku
Video News Release 30: E-ELT Site Chosen (eso1018b)
Video News Release 30: E-ELT Site Chosen (eso1018b)
texti aðeins á ensku
Night-Time Time-lapse at Cerro Armazones
Night-Time Time-lapse at Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
Site testing on Cerro Armazones
Site testing on Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
Milky Way Above Cerro Armazones
Milky Way Above Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
Night over Cerro Armazones
Night over Cerro Armazones
texti aðeins á ensku