eso1006is — Fréttatilkynning

Óríon í nýju ljósi

VISTA sýnir skrípalæti ungra stjarna

10. febrúar 2010

Á þessari glæsilegu mynd sem tekin var með VISTA, nýjum kortlagningarsjónauka ESO, er hulunni svipt af fjölmörgum leyndardómum Sverðþokunnar í Óríon. Vítt sjónsvið sjónaukans gerir honum kleift að ljósmynda þokuna í heild sinni og með innrauðri sjóna sinni skyggnist hann djúpt inn í ryksvæði sem venjulega eru okkur hulin og leiðir þannig í ljós áhugaverða hegðun mjög ungra og virkra stjarna sem þar leynast.

VISTA — the Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy — er nýjasti sjónaukinn í Paranal stjörnustöð ESO (eso0949). Hann er stærsti kortlagningarsjónauki heims og er tileinkaður kortlagningu himins á innraðum bylgjulengdum. Stór spegill (4,1 metri), vítt sjónsvið og mjög næm mælitæki gera VISTA að einstöku vísindatæki. Þessi nýja og glæsilega mynd af Sverðþokunni í Óríon sýnir einstaka getu sjónaukans.

Sverðþokan í Óríon [1] er risastórt stjörnumyndunarsvæði í um 1.350 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þokan er mjög tilkomumikil að sjá í gegnum venjulegan sjónauka en það sem sést í sýnilegu ljósi er aðeins lítill hluti gasskýsins sem stjörnurnar verða til úr. Mesti hasarinn er leynist djúpt innan í rykskýjum og til að sjá hvað þar er um að vera verða stjörnufræðingar að nota sjónauka sem greina lengri bylgjulengdir ljóss sem getur ferðast í gegnum ryk. Ljósmynd VISTA af Sverðþokunni sýnir tvöfalt lengri bylgjulengdir en greina má með berum augum.

Á þessari nýju mynd VISTA sést vel það kunnuglega leiðurblökumynstur í miðri þokunni sem sést líka á mörgum myndum teknum í sýnilegu ljósi og áhugaverð svæði í kring. Í miðju þessa svæðis mynda fjórar bjartar stjörnur trapisuna, hóp ungra og heitra stjarna sem gefa frá sér mikla og sterka geislun sem hreinsar svæðið í kring og veldur því að gasið glóir. Innrauðar mælingar VISTA sýna auk þess margar aðrar ungar stjörnur á þessu svæði sem ekki er hægt að greina í sýnilegu ljósi.

Rétt fyrir ofan miðja mynd sést áhugavert rautt svæði sem er algjörlega ósýnilegt nema í innrauðu ljósi. Þar glittir í margar mjög ungar stjörnur sem enn eru að vaxa úr rykskýinu sem umlykur þær. Frá þessum ungu stjörnum streymir gas á um 700.000 km hraða á klukkustund. Rauðu smáatriðin eru mörg hver staðir þar sem þetta gas rekst á nærliggjandi gas og örvar sameindir og atóm sem byrja að glóa. Rauð smáatriði sjást líka undir Sverðþokunni þar sem stjörnur eru líka að myndast, þó ekki eins ört. Þessi einkennilegu svæði eru stjörnufræðingum sem rannsaka myndun og þróun ungra stjarna hugleikin.

Þessi nýja ljósmynd sýnir vel getu VISTA sjónaukans til að ljósmynda stór svæði á himninum eldsnöggt og skyggnast djúpt inn í þau á nær-innrauðum bylgjulengdum rafsegulrófsins. Sjónaukinn er rétt nýbyrjaður að kortleggja himininn og því bíða stjörnufræðingar spenntir eftir digurri vísindauppskeru frá þessum einstaka sjónauka ESO.

Skýringar

[1] Sverðþokan í Óríon er í sverði frægasta veiðimanns himinhvolfsins og er vinsælt viðfangsefni bæði stjörnuáhugafólks og stjörnufræðinga. Þokan sést með berum augum en birtist stjörnuskoðurum fyrri tíma sem lítil þyrping blá-hvítra stjarna innan um dularfullt græn-grátt mistur. Um miðja átjándu öld gerði frakkinn Messier nákvæma teikningu af helstu svæðum þokunnar og gaf henni númerið 42 í skrá sinni frægu. Hann gaf líka smærra svæði, rétt fyrir ofan meginþokuna, númerið 43. Síðar velti William Herschel fyrir sér hvort þokan væri hugsanlega „efni í sólir framtíðarinnar“ og það hafa stjörnufræðingar einmitt uppgötvarð: Í mistrinu er vissulega gas sem glóir vegna orkuríkrar útblárrar geislunar sem rekja má til ungra, heitra og nýmyndaðra stjarna í þokunni.

Frekari upplýsingar

ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: saevar@stjornuskodun.is

Richard Hook
Survey Telescopes PIO
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1006.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1006is
Nafn:M 42, M 43, Orion Nebula
Tegund:Milky Way : Nebula : Type : Star Formation
Milky Way : Nebula : Appearance : Emission : H II Region
Facility:Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy
Instruments:VIRCAM

Myndir

Innrauð ljósmynd VISTA af Sverðþokunni í Óríon
Innrauð ljósmynd VISTA af Sverðþokunni í Óríon
Extracts from the VISTA infrared image of the Orion Nebula
Extracts from the VISTA infrared image of the Orion Nebula
texti aðeins á ensku
Infrared/visible comparison of the full VISTA Orion Nebula image
Infrared/visible comparison of the full VISTA Orion Nebula image
texti aðeins á ensku
Infrared/visible comparison of an extract from the VISTA Orion Nebula image
Infrared/visible comparison of an extract from the VISTA Orion Nebula image
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 14: Orion in a New Light
ESOcast 14: Orion in a New Light
texti aðeins á ensku
Zooming into VISTA’s infrared view of the Orion Nebula
Zooming into VISTA’s infrared view of the Orion Nebula
texti aðeins á ensku
Panning across the VISTA infrared view of the Orion Nebula
Panning across the VISTA infrared view of the Orion Nebula
texti aðeins á ensku
Infrared/visible crossfade of the Orion Nebula
Infrared/visible crossfade of the Orion Nebula
texti aðeins á ensku
3D animation of the Orion nebula
3D animation of the Orion nebula
texti aðeins á ensku
3D animation of the Orion nebula
3D animation of the Orion nebula
texti aðeins á ensku