eso1603is — Fréttatilkynning
Hreini og fíni nágranni Vetrarbrautarinnar
27. janúar 2016: Margar vetrarbrautir eru mjög rykugar á meðan í öðrum eru stöku rykslæður innan um gas og stjörnur. Viðfangsefnið sem hér sést á mynd frá OmegaCAM myndavélinni á VLT Survey Telescope ESO í Chile er hins vegar óvenjulegt. Þessi litla vetrarbraut, kölluð IC 1613, er óvenju hrein og fín! IC 1613 inniheldur afar lítið geimryk og gerir það stjörnufræðingum kleift að rannsaka hana í smáatriðum. Útlitið skiptir samt ekki öllu máli því hreinleiki vetrarbrautarinnar kennir okkur ýmislegt um alheiminn í kringum okkur.