SPHERE kortleggur yfirborð Ceresar
Á þessum myndum, sem teknar voru með tveggja vikna millibili, sjást bæði hvel Ceresar. Þetta eru bestu myndir sem náðst hafa af dvergreikistjörnunni frá Jörðinni. Myndirnar voru teknar með SPHERE mælitækinu á Very Large Telescope ESO og eru hluti af rannsókn sem staðið hefur yfir frá miðjum júlímánuði 2015 og snýst um að útbúa ljósskautunarkort af yfirborðinu.
Ceres fannst árið 1801 og varð þar með fyrsta og stærsta smástirnið sem fannst í smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters. Ceres er stærsta vatnsforðabúrið í nágrenni Jarðar en talið er að mestur hluti vatnsins sé frosið í möttlinum.
Yfirborð Ceresar er á stærð við Indland. Á því eru nokkrir áhugaverðir ljósir blettir sem sjást vel á þessum nýju myndum. Dawn geimfar NASA, sem nú er á braut um Ceres, hefur skoðað þessa bletti í smáatriðum en raunverulegt eðli þeirra er enn á huldu. Vonast er til þess að með því að bera saman gögn frá SPHERE og myndir frá Dawn geimfairnu muni vísindamenn loks ná að leysa ráðgátur Ceresar.
Mynd/Myndskeið:ESO, B. Yang and Z. Wahhaj
Um myndina
Auðkenni: | potw1536a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Reikistjörnu |
Útgáfudagur: | Sep 7, 2015, 10:00 CEST |
Stærð: | 1254 x 844 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Ceres |
Tegund: | Solar System : Interplanetary Body : Dwarf planet |
Bakgrunnsmynd
Litir og síur
Tíðnisvið | Sjónauki |
---|---|
Very Large Telescope SPHERE |