Hugarró í Paranal

Hér sést La Residencia, hótelið sem stjörnufræðingar og aðrir starfsmenn dvelja á í Paranal stjörnustöð ESO í Chile.

Myndin var tekin frá suðurhorni byggingarinnar og horft er í norður í átt að Very Large Telescope (VLT) sem stendur á tindi Cerro Paranal í 2635 metra hæð yfir sjávarmáli. VLT er flaggskip evrópskra stjarnvísinda og öflugast stjörnustöð heims fyrir sýnilegt ljós.

Gluggar 108 herbergja í La Residencia snúa í vestur (vinstri á myndinni) í átt að Kyrrahafinu. Þýsku arkitektarnir Auer+Weber+Assoziierte hönnuðu bygginguna og hafa hlotið verðlaun fyrir en hún kom við sögu í James Bond kvikmyndinni Quantum of Solace. Hótelið var að hluta til byggt neðanjarðar en þannig mátti nýta náttúrunni og gera byggingunni kleift að falla inn í eyðimörkina. Það kemur því eflaust ekki mörgum á óvart að La Residencia var valið sem bækistöð Bondskálka.

Mynd/Myndskeið:

ESO/Tommy Weir

Um myndina

Auðkenni:potw1532a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Ágú 10, 2015, 10:00 CEST
Stærð:3456 x 3456 px

Um fyrirbærið

Nafn:Paranal Residencia, Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility

Myndasnið

Stór JPEG
6,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
488,3 KB
1280x1024
815,1 KB
1600x1200
1,2 MB
1920x1200
1,4 MB
2048x1536
1,9 MB