Upprisa hvíts dvergs
Bjarta stjarnan á miðri myndinni er ekki megin viðfangsefni þessarar myndar. Neðst, fyrir miðju, er fremur daufur rauður blettur sem er í raun sjaldgæft og merkilegt fyrirbæri.
Japanski stjörnufræðingurinn Yukio Sakurai fann þokuna árið 1996 og reyndist hún mun áhugaverðari en sprengistjörnuleifin sem hann taldi hana í fyrstu.
Fyrirbærið er í raun lítill hvítur dvergur að ganga í gegnum helíumblossa — einn af aðeins örfáum dæmum um slíkan atburð sem stjörnufræðingar hafa séð.
Venjulega er hvíta dvergsskeiðið hið síðasta í ævi lítillar stjörnu. Í sumum tilvikum getur stjarnan hins vegar blossað upp í helíumblossa, þanist út og varpað miklu magni gass og ryks frá sér í leiðinni, áður en hún verður aftur að hvítum dverg.
Þetta eru tilþrifamiklir en skammvinnir atburðir og fyrirbæri Sakurais hefur veitt stjörnufræðingum sjaldgæft tækifæri til að rannsaka atburðinn í rauntíma. Hvíti dvergurinn gefur frá sér nægilega mikið af útfjólubláu ljósi til að lýsa upp gasið sem hann hefur varpað frá sér, sem sést er einmitt rauði hringurinn á myndinni.
Myndin var tekin með FORS mælitækinu á Very Large Telescope ESO.
Mynd/Myndskeið:ESO
Um myndina
Auðkenni: | potw1531a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Athuganir |
Útgáfudagur: | Ágú 3, 2015, 10:00 CEST |
Stærð: | 1609 x 876 px |
Um fyrirbærið
Tegund: | Milky Way : Star : Evolutionary Stage : White Dwarf |
Constellation: | Sagittarius |
Bakgrunnsmynd
Hnit
Position (RA): | 17 52 32.00 |
Position (Dec): | -17° 39' 45.01" |
Field of view: | 6.76 x 3.68 arcminutes |
Stefna: | Norður er 0.1° vinstri frá lóðréttu |
Litir og síur
Tíðnisvið | Sjónauki |
---|---|
Sýnilegt B | Very Large Telescope FORS1 |
Sýnilegt V | Very Large Telescope FORS1 |
Sýnilegt H-alpha | Very Large Telescope FORS1 |
Sýnilegt R | Very Large Telescope FORS1 |