Vörðurinn
Hér sést Swedish-ESO Submillimeter Telescope (SEST), sem ekki er lengur í notkun, þar sem hann stendur vörð um La Silla stjörnustöð ESO. Dalurinn fyrir neðan er hulinn þokuskýjum.
SEST var tekinn í notkun á La Silla árið 1987 og var þá eini stóri hálfsmillímetra sjónaukinn á suðurhveli. Þótt notkun sjónaukans hafi verið hætt árið 2003 er þetta 15 metra breiða loftnet enn í La Silla stjörnustöðinni. Þar stendur hann til vitnis um byltingarkenndar rannsóknir sem gerðar voru með honum. Sjónaukinn ruddi brautina fyrir Atacama Pathfinde Experiment Telescope (APEX) og Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA).
Sjónaukinn gerði ýmsar uppgötvanir á starfstíma sínum, þar á meðl á Bjúgverpilsþokunni árið 1995 sem var kaldasti staðurinn í alheiminum, aðeins eina gráðu yfir alkuli. Sjónaukinn fann einnig fyrsta kísilmónoxíð meisinn utan vetrararbrautarinnar.
Alexandre Santerne, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa fallegu víðmynd. Alexandre er stjörnufræðingur sem tekur einnig þátt í viðburðum fyrir almenning og ráðstefnum.
Tenglar
Mynd/Myndskeið:ESO/A. Santerne
Um myndina
Auðkenni: | potw1529a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Júl 20, 2015, 10:00 CEST |
Stærð: | 8262 x 1442 px |
Um fyrirbærið
Tegund: | Unspecified : Technology : Observatory : Telescope |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd