Yepun og Vetrarbrautin

Stjörnur Vetrarbrautarinnar lýsa upp fjórða sjónauka Very Large Telescope (VLT) þar sem hann stendur reiðubúinn að skoða himinninn yfir Cerro Paranal.

Paranal stjörnustöðin, sem er í 2635 metra hæð yfir sjávarmáli, er öflugasta stjörnustöð heims og flaggskip ESO.

Sjónauki 4 — einnig þekktur sem Yepun (Venus) — hefur 8,2 metra breiðan safnspegil og er einn fjögurra sjónauka sem mynda VLT. Hinir eru nefndir Antu (sólin), Kueyen (tunglið) og Melipal (Suðurkrossinn). Nöfnin á sjónaukunum koma úr tungumáli Mapuche fólksins sem býr um 500 km suður af Santiago de Chile.

Sjónaukarnir fjórir geta unnið saman og myndað Very Large Telescope Intereferometer (VLTI), sem er víxlmælir ESO. VLTI gerir stjörnufræðingum kleift að sjá smáatriði sem eru allt að 16 sinnum fínni en sjónaukarnir greina hver í sínu lagi.

Rétt fyrir ofan flöt Vetrarbrautarinnar og í hjarta stjörnumerkisins Sporðdrekans er björt rauðleit stjarna sem kallast Antares, sextánda bjartasta stjarnan á næturhimninum. Næstum ómögulegt er að sjá önnur fyrirbæri eða stjörnumerki í þessum stjörnuskara.

Ljósmyndarinn John Colosimo tók myndina á 30 sekúndum en á þeim tíma kemur snúningur Jarðar fram á myndinni sem slóðir á eftir stjörnunum.

Mynd/Myndskeið:

Um myndina

Auðkenni:potw1525a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jún 22, 2015, 10:00 CEST
Stærð:5344 x 5631 px

Um fyrirbærið

Nafn:VLT Unit Telescopes
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope
Solar System : Sky Phenomenon : Night Sky : Milky Way

Myndasnið

Stór JPEG
7,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
405,6 KB
1280x1024
654,9 KB
1600x1200
935,4 KB
1920x1200
1,1 MB
2048x1536
1,4 MB