Víðmynd af Krabbaþokunni
Krabbaþokan, einnig kölluð Messier 1, NGC 1952 og Taurus A, er eitt mest rannsakaða stjarnfræðilega fyrirbærið á himninum. Þokan er leifar sprengistjörnu sem kínverskir stjörnufræðingar, meðal annarra, fylgdust með árið 1054. Slæðan sem sjást á myndinni er leifar sprengistjörnunnar og þenst út á um 1500 kílómetra hraða á sekúndu.
Í miðju þokunnar eru tvær daufar stjörnur, þótt hvorugar séu sýnilegar með berum augum fyrir helíum og vetnisgasinu í þokunni. Önnur þeirra á sök á þokunni sem við sjáum í dag — stjarna sem kallast Krabbatifstjarnan eða CM Tau. Hún er lítil og þétt leif stjörnunnar sem sprakk. Hún er aðeins um 20 kílómetrar í þverma´l og snýst 30 sinnum um sjálfa sig á sekúndu!
Stjarnan gefur frá sér geislunarpúlsa á öllum bylgjulengdum, frá gammageislum — stjarnan er ein bjartasta uppspretta gammageisla á himninum — til útvarpsbylgna. Geislunin frá stjörnunni er svo orkurík að hún myndar efnisbylgju sem afmyndar innri hluta þokunnar. Þessar myndanir breytast svo hratt að stjörnufræðingar geta fylgst með þeim mótast, sem er sjaldgæft því langflestar stjarnfræðilegar breytingar taka mjög langan tíma.
Myndin sem hér sést var sett saman úr gögnum sem Manu Mejias fann í gagnasafni ESO í Hidden Treasures samkeppninni. Gögnin komu frá Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile.
Mynd/Myndskeið:ESO / Manu Mejias
Um myndina
Auðkenni: | potw1523a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Athuganir |
Útgáfudagur: | Jún 8, 2015, 10:00 CEST |
Stærð: | 8382 x 8162 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Crab Nebula, Messier 1, NGC 1952, Taurus A |
Tegund: | Milky Way : Nebula : Type : Supernova Remnant Milky Way : Star : Evolutionary Stage : Neutron Star : Pulsar |
Fjarlægð: | 6000 ljósár |
Constellation: | Taurus |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd
Hnit
Position (RA): | 5 34 30.16 |
Position (Dec): | 22° 1' 43.01" |
Field of view: | 33.26 x 32.39 arcminutes |
Stefna: | Norður er 0.0° vinstri frá lóðréttu |
Litir og síur
Tíðnisvið | Bylgjulengd | Sjónauki |
---|---|---|
Sýnilegt B | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI | |
Sýnilegt V | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI | |
Sýnilegt 665 | 665 nm | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |
Sýnilegt R | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI | |
Sýnilegt H-Alpha | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |