Litrík nætursýn yfir La Silla

Hér sést litrík nætursýn í La Silla stjörnustöð ESO í útjaðri Atacamaeyðimerkurinnar. Dimmrauði liturinn hægra megin á myndinni víkur fyrir Vetrarbrautinni sem er stórglæsileg að sjá frá La Silla enda er það einn dimmasti og heiðskírasti næturhiminn á Jörðinni. Rauða og græn-gula bjarmann má rekja til loftbjarma — dauft skin í lofthjúpi Jarðar sem venjulega sést aðeins utan úr geimnum, eða undir mjög dimmum himni.

Fremst á myndinni sést silfurlitað loftnet Sænska–ESO hálfsmillímetra sjónaukans (SEST). Þótt notkun sjónaukans hafi verið hætt árið 2003 er hann enn myndrænn því hann endurvarpar ljósi og litum af himninum.

Í bakgrunni má sjá hvolfþakið yfir 3,6 metra sjónauka ESO þar sem High Accuracy Radial velocity Planet Searcher mælitækið (HARPS) er til staðar. HARPS er fremsta fjarreikistjörnuleitartæki heims og hefur fundið fleiri lágmassareikistjörnur en nokkurt annað tæki til þessa.

Yuri Beletsky, einn af ljósmyndurum ESO, tók myndina en hann ver frítíma sínum í stjörnuljósmyndun milli þess að hann er stjörnufræðingur í La Silla Paranal stjörnustöð ESO.

Mynd/Myndskeið:

Um myndina

Auðkenni:potw1519a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Maí 11, 2015, 10:00 CEST
Stærð:3000 x 2000 px

Um fyrirbærið

Nafn:Swedish–ESO Submillimetre Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
3,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
402,1 KB
1280x1024
686,3 KB
1600x1200
1021,2 KB
1920x1200
1,2 MB
2048x1536
1,7 MB