Veiðimaðurinn Óríon vakir yfir ALMA

Á þessari mynd snúa öll 66 loftnet Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) bakinu í Óríon, hátt á Chajnantor hásléttunni í Andesfjöllum Chile.

Útsýnið í átt að Sverðþokunni í Óríon — Messier 42 — er glæsilegt og sýnir vel hvers vegna sjónaukanum var valinn þessi staðsetning. Sverðþokan er á miðri mynd en hægra megin skín stjarnan Betelgás eða Alfa Orionis, skært.

Betelgás er rauður risi sem kemur til með að springa í náinni framtíð. Náin framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða merkir í þessu tilviki í kringum 100 000 ár samkvæmt nýlegum mælingum, augnablik á mælikvarða Vetrarbrautarinnar. Þegar Betelgás springur verður hún álíka björt á himninum og tunglið um nokkurra vikna skeið.

ALMA starir mun lengra út í geiminn og nemur millímetra- og hálfsmillímetra geislun frá köldustu og elstu afkimum alheimsins. Hægt er að flytja loftnetin til en þau horfa til himins fullkomlega samstillt og beita víxlmælingum til að skila sambærilegum niðurstöðum og einn stór 14 kílómetra breiður sjónauki.

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1513a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Mar 30, 2015, 10:00 CEST
Stærð:13239 x 3829 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, Orion
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
13,1 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
242,5 KB
1280x1024
398,5 KB
1600x1200
499,0 KB
1920x1200
588,1 KB
2048x1536
746,2 KB