Skýjaborg í vetrarbraut í órafjarlægð…

Hér sést snæviþakin La Silla stjörnustöð ESO eins og nokkurs konar millistig Bespin skýjaborgarinnar og ísplánetunnar Hoth í Stjörnustríði.

Hvolfin yfir sjónaukunum á La Silla eru lokið til að verja mælitækin fyrir náttúruöflunum. Flest eru hvít nema silfurlitaða hvolfið yfir 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum sem sker sig úr. Þegar myrkvar verða hvolfin opnuð og sjónaukarnir byrja að rannsaka alheiminn.

La Silla er á einum þurrasta stað veraldara en stöku sinnum verður þar úrkoma, annað hvort él eða regn, eins og sjá má á þessari kuldalegu mynd sem Malte Tewes, einn af ljósmyndurum ESO, tók. Þótt kalt geti orðið í Atacamaeyðimörkinni þar sem La Silla er staðsett, fellur hitastigið þar sjaldan undir frostmark… Hvernig getur þá snjóað?

Þurra loftið á þessu svæði leikur hlutverk í þessu fyrirbæri. Þegar þurrt er geta snjókorn myndast og þegar þau falla til jarðar verður örlítil uppgufun. Við þetta ferli losnar varmi úr snjókornunum sem heldur þeim nógu köldum til að þau bráðni ekki þótt hitastigið sé yfir frostmarki. Með öðrum orðum, því minni sem rakinn í lofthjúpnum er, því hærra hitastig getur snjóað við — og þess vegna snjóar stundum í Atacamaeyðimörkinni.

Mynd/Myndskeið:

ESO/M. Tewes

Um myndina

Auðkenni:potw1510a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Mar 9, 2015, 10:00 CET
Stærð:3008 x 2000 px

Um fyrirbærið

Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
1,7 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
305,7 KB
1280x1024
477,8 KB
1600x1200
672,2 KB
1920x1200
792,7 KB
2048x1536
1,0 MB