Dögun á La Silla

Nóttin er að víkja fyrir degi á þessari nýju mynd frá La Silla stjörnustöð ESO. Tunglið svífur lágt á lofti vinstra megin á myndinni, dauflega í birtu morgunsólarinnar.

Alexandre Santerne, einn af ljósmyndurum ESO, tók myndina fyrir framan 3,6 metra sjónauka ESO. Sjónaukinn, sem er í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli og sést hér í morgunskugganum, var tekinn í notkun árið 1976. Á honum er í dag HARPS litrófsritinn, öflugusta tæki heims til leitar að reikistjörnum í fjarlægum sólkerfum.

La Silla var fyrsta stjörnustöðin sem ESO setti á laggirnar árið 1969. Hún er um 600 km norður af Santiago í útjaðri Atacamaeyðimerkurinnar í Chile. Á sínum tíma var La Silla stærsta stjörnustöð heims og leiddi Evrópu í fararbrodd stjarnvísindarannsókna.

Eins og sjá má myndinni eru kristaltærar aðstæður yfir La Silla en ár hvert eru þar meira en 300 heiðskírar nætur. Fyrir marga sjónauka ESO er þetta glugginn út í alheiminn.

Mynd/Myndskeið:

ESO/A.Santerne

Um myndina

Auðkenni:potw1507a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Feb 16, 2015, 10:00 CET
Stærð:4368 x 2912 px

Um fyrirbærið

Nafn:ESO 3.6-metre telescope, La Silla
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility

Myndasnið

Stór JPEG
2,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
131,3 KB
1280x1024
220,5 KB
1600x1200
325,9 KB
1920x1200
389,9 KB
2048x1536
568,6 KB

 

Sjá einnig