Flakkari stígur fram á sjónarsviðið

Á þessari nýju mynd frá ESO sést tignarlegt sjónarspil á heiðskírum næturhimninum yfir La Silla.

Halastjarnan Lovejoy [1] er hér í aðalhlutverki, grænglóandi á miðri mynd, Sjöstirnið ofar hægra megin og rauðglóandi bogi Kaliforníuþokunnar til hægri við Lovejoy.

Loftsteinn bætir ljósrák við myndina og virðist stinga sér ofan í fölgrænt ljós við sjóndeildarhringinn.

Sjónaukarnir á La Silla eru eins og áhorfendur á þessari glæsilegu sýningu. Þunn skýjaslæða liggur undir stjörnustöðinni yfir Panamericana þjóðveginum.

Sólvindurinn blæs hala halastjörnunnar Lovejoy burt. Kolefnasambönd sem útfjólublátt ljós frá sólinni hefur örvað gefa frá sér áberandi grænan lit.

Þetta er í fyrsta sinn í meira en 11.000 ár sem halastjarnan heimsækir innra sólkerfið og vaknar til lífsins. Braut hennar um sólu er mjög sporöskjulaga og undir áhrifum frá reikistjörnunum, svo hún mun ekki prýða næturhimininn hjá okkur aftur fyrr en eftir 8000 ár. Innan fáeinna daga hefst ferðalag hennar út í kuldann í ytra sólkerfið á ný.

Petr Horálek, einn af ljósmyndurum ESO, tók myndina þegar hann heimsótti La Silla í janúar 2015. Myndin er sett saman úr nokkrum ljósmyndum sem teknar voru yfir langan tíma en þannig var hægt að útbúa þetta glæsilega sjónarspil. Neðri hluti myndarinner er þó aðeins ein mynd svo hægt væri að halda skarpleika landslagsins á La Silla.

Skýringar

[1] Formlegt nafn halastjörnunnar er C/2014 Q2 (Lovejoy); C vísar til þess að um langferðahalastjörnu sé að ræða, 2014 er árið sem hún fannst, Q2 merkir að hún var önnur halastjarnan sem fannst seinni hluta ágústmánaðar og Terry Lovejoy uppgötvaði hana.

Mynd/Myndskeið:

Um myndina

Auðkenni:potw1504a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jan 26, 2015, 10:00 CET
Stærð:4961 x 3543 px

Um fyrirbærið

Nafn:C/2014 Q2 (Lovejoy)
Tegund:Solar System : Interplanetary Body : Comet

Myndasnið

Stór JPEG
5,0 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
372,3 KB
1280x1024
601,5 KB
1600x1200
851,5 KB
1920x1200
990,7 KB
2048x1536
1,3 MB

 

Sjá einnig