Skýjum ofar

Af stjörnustöðvum ESO í Chile er La Silla í minnstri hæð yfir sjávarmáli, um 2.400 metra. Stjörnustöðin er því um 200 metrum lægri en Paranal og helmingi lægra en ALMA á Chajnantor hásléttunni í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli.

Þrátt fyrir að vera lægsta stjörnustöðin minna skýin sem blasa við undir fótum vísindamanna á La Silla á þá miklu hæð sem stöðin er í.

La Silla er í suðurhluta Atacamaeyðimerkurinnar, einum þurrasta stað veraldar, en skýin og loftslagið þurra má rekja til perúíska Humboldt hafstraumsins. Strauminn má rekja til uppfærslu kalds vatns úr djúpum Kyrrahafsins sem streymir norður eftir vesturströnd Suður Ameríku. Hann á raunar sök á þurrleika Atacamaeyðimerkurinnar því þegar þetta kalda vatn kemur upp til yfirborðs sjávar myndast kalt loft við sjávarmál en hlýrra loft í meiri hæð. Stöku sinnum verður þoka og skýjamyndun án úrkomu. Í þessu tilviki var það ekki vandamál því skýin hurfu skömmu eftir að myndin var tekin og stjörnubjört nótt tók við.

Alexandre Santerne, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa draumkenndu mynd af sólsetrinu við La Silla.

Mynd/Myndskeið:

A. Santerne/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1449a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Des 8, 2014, 10:00 CET
Stærð:4355 x 1212 px

Um fyrirbærið

Nafn:La Silla
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
517,1 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
85,3 KB
1280x1024
131,8 KB
1600x1200
194,3 KB
1920x1200
234,1 KB
2048x1536
310,6 KB

 

Sjá einnig