Hjarta Mira A og fylgistjörnu hennar

Rannsóknir á rauðum risastjörnum veita stjörnufræðingum ýmsar upplýsingar um sólina og hvernig fyrri kynslóðir stjarna hafa dreift frumefnum lífsins um alheiminn. Ein frægasta rauða risastjarna himins er kölluð Mira A en hún tilheyrir tvístirnakerfinu Mira sem er í um 400 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Á myndinni hefur ALMA svipt hulunni ef ýmsum leyndardómum hennar.

Mira A er gömul stjarna sem er þegar farin að varpa efni frá sér út í geiminn. Fylgistjarna Mira A, Mira B, er tvöfalt lengra frá henni en Neptúnus er frá sólinni okkar.

Vitað er að Mira A gefur frá sér hægan vind sem mótar efnið í kring. ALMA hefur nú staðfest að fylgistjarnan er gerólík og mun vindasamari. Mira B er heitur, þéttur hvítur dvergur með öflugan stjörnuvind.

Mælingarnar nýju sýna hvernig vindar frá stjörnunum tveimur hafa mótað þessa heillandi, fallegu og flóknu þoku. Hjartalaga bólan í miðjunni er komin til fyrir tilverknað öflugra vinda frá Mira B innan lygnara útstreymis efnis frá Mira A. Hjartað, sem myndaðist einhvern tímann á síðustu 400 árum eða svo, og afgangurinn af gasinu í kringum parið, sýnir að þær hafa lengi mótað þetta sérkennilega en fagra umhverfi saman.

Með því að skoða stjörnur eins og Mira A og Mira B vonast stjörnufræðingar til að læra um muninn á tvístirnum og stökum stjörnum í Vetrarbrautinni okkar og hvernig þær skila frá sér efnum í nokkurs konar vistkerfi stjarna í Vetrarbrautinni. Þrátt fyrir fjarlægðina á milli þeirra haf Mira A og Mira B haft mikil áhrif hvor á aðra og umhverfið í kringum sig.

Umhverfi annarra gamalla og deyjanda stjarna eru oft sérkennileg, eins og stjörnufræðingar hafa komist að með bæði ALMA og öðrum sjónaukum. Ekki er þó alltaf ljóst hvort stjörnurnar eru stakar, eins og sólin, eða tvístirni eins og Mira. Mira A, dularfulla fylgistjarnan hennar og hjartalaga bólan eru allt hluti af þessari sögu.

Þessar nýju mælingar á Mira A og fylgistjörnunni eru kynntar í þessari grein.

Mynd/Myndskeið:

ESO/S. Ramstedt (Uppsala University, Sweden) & W. Vlemmings (Chalmers University of Technology, Sweden)

Um myndina

Auðkenni:potw1447a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Nóv 24, 2014, 10:00 CET
Stærð:2011 x 2128 px

Um fyrirbærið

Nafn:Mira
Tegund:Milky Way : Star : Evolutionary Stage : Red Giant
Constellation:Cetus

Myndasnið

Stór JPEG
819,8 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
137,6 KB
1280x1024
231,3 KB
1600x1200
373,9 KB
1920x1200
513,5 KB
2048x1536
687,3 KB

Hnit

Position (RA):2 19 20.72
Position (Dec):-2° 58' 40.79"
Field of view:0.60 x 0.64 arcminutes
Stefna:Norður er 0.0° vinstri frá lóðréttu

Litir og síur

TíðnisviðBylgjulengdSjónauki
Millímetri900 μmAtacama Large Millimeter/submillimeter Array