Risar að störfum
Þessi víðmynd af flaggskipi ESO í norðurhluta Chile tók Gabriel Brammer, einn af ljósmyndurum ESO. Very Large Telescope (VLT) sést hér hefja störf í Paranal stjörnustöð ESO en í bakgrunni er Vetrarbrautin okkar.
Til að útbúa þessa mynd varð Brammer að skeyta saman nokkrum myndum sem teknar voru á tíma til fanga daufa birtu Vetrarbrautarinnar fyrir ofan byggingarnar sem hýsa VLT sjónaukana. Hver bygging er 25 metra há en sjónaukarnir eru nefndir eftir áberandi fyrirbærum næturhimninum á tungumáli Mapuch ættbálksins: Sólin, tunglið, stjörnumerkið Suðurkrossinn og Venus — Antu, Keuyen, Melipal og Yepun. Til vinstri glittir í smærri hjálparsjónauka með hvítu hvolfþaki og Stóra og Litla Magellansskýið þar fyrir ofan.
Þegar myndunum er skeytt saman sést hvernig sjónaukabyggingarnar hafa snúist þegar þeir fylgjast með fyrirbærum sem verið er að rannsaka á himninum. Eins og sjá má hefur líka liðið töluverður tími milli mynda þar sem kvöldbirtan er að hverfa fyrir næturhimninum vinstra megin.
Til að útbúa þessa mynd setti Brammer upp myndavélina sína á sama stað í tvígang, við sólsetur og aftur síðar um nóttain. Hann setti síðan saman tvær heilar víðmyndir teknar á mismunandi tímum og útbjó þessa úr þeim báðum.
Mynd/Myndskeið:ESO/G. Brammer
Um myndina
Auðkenni: | potw1429a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Júl 21, 2014, 10:00 CEST |
Stærð: | 18000 x 6425 px |
Field of View: | 360° x 128.5° |
Um fyrirbærið
Nafn: | Paranal, Very Large Telescope |
Tegund: | Unspecified : Technology : Observatory : Telescope |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd