Horft djúpt í dimman himinn
Getur þú talið hve ljósdeplarnir á myndinni eru margir? Þetta er djúpmynd sem tekin var með Wide Field Imager (WFI), myndavél á sjónauka af fremur hógværri stærð, 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile.
Myndin er af einu svæði af fimm í COMBO-17 kortlagningarverkefninu (Classifying Objects by Medium-Band Observation með 17 síum), djúpri leit að stjarnfræðilegum fyrirbærum á tiltölulega mjóu svæði á suðurhveli himins. Teknar voru myndir af öllum svæðunum fimm í gegnum sautján mismunandi litsíum. Hver hinna fimm COMBO-17 mynda nær yfir svæði sem er á stærð við fullt tungl.
Kortlagningin hefur þegar leitt í ljós mörg þúsund áður óþekkt fyrirbæri — yfir 25 000 vetrarbrautir, tug þúsundir fjarlægra stjarna og dulstirna sem áður voru hulin sjónum okkar og sýna hve margt við eigum enn eftir ólært um alheiminn.
Ljós frá fjarlægustu deplunum á myndinni, sem eru vetrarbrautir, hefur verið að ferðast til okkar í níu eða tíu milljarða ára. Með því að rannsaka vetrarbrautir á mismunandi aldri geta stjörnufræðingar dregið upp þróunarsögu þeirra, allt frá þroskuðum vetrarbrautum í nágrenni okkar, svipuðum Vetrarbrautinni okkar, til ungra vetrarbrauta í hinum fjarlæga alheimi sem sýna hvernig alheimurinn var í æsku.
Tenglar:
Mynd/Myndskeið:ESO
Um myndina
Auðkenni: | potw1428a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Athuganir |
Útgáfudagur: | Júl 14, 2014, 10:00 CEST |
Stærð: | 7754 x 7388 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | COMBO-17 survey |
Tegund: | Unspecified : Cosmology |
Constellation: | Sculptor |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd
Hnit
Position (RA): | 0 45 55.45 |
Position (Dec): | -29° 34' 55.07" |
Field of view: | 30.72 x 29.27 arcminutes |
Stefna: | Norður er 0.1° højre frá lóðréttu |
Litir og síur
Tíðnisvið | Sjónauki |
---|---|
Sýnilegt B | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |
Sýnilegt V | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |
Sýnilegt R | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |
Innrautt I | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |