Hughrif, sólsetur
Þegar sólin sest undir Paranal stjörnustöðina verður til glæsileg litadýrð og alls kyns blæbrigði sem minna um margt á listaverk eftir Monet. Skýin virðast glóandi fyrir framan síðustu sólargeislunum. Loftið er augljóslega tært og undirstrikar hvers vegna ESO kaus að reisa stjörnustöðvar sínar hér í Chile. Sólstafir og rökkurskuggar frá skýjunum liggja frá sólinni og virðast sameinast í gagnstæðum punkti á himninum.
Vinstra megin sjást tveir af fjórum hjálparsjónaukum Very Large Telescope, þar sem þeir bíða þolinmóðir eftir að myrkrið skelli á svo þeir geti hafið störf.
Þegar sólin er sest beina 1,8 metra hjálparsjónaukarnir ljósi frá stjörnunum í Very Large Telescope Interferometer (VLTI) sem sameinar það og býr til kristaltærar myndir af alheiminum. Hjálparsjónaukarnir eru á brautum svo hægt sé að færa þá til. Þannig er hægt að skoða himinninn frá mismunandi sjónarhornum.
Roger Wesson, vísindamaður hjá ESO í Paranal stjörnustöðinni, tók þessa mynd hinn 8. mars 2013 og sendi hana inn í Your ESO Pictures Flickr hópinn.
Mynd/Myndskeið:ESO/R. Wesson
Um myndina
Auðkenni: | potw1426a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Jún 30, 2014, 10:00 CEST |
Stærð: | 6558 x 1498 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Cerro Paranal |
Tegund: | Unspecified : Sky Phenomenon : Light Phenomenon : Sunrise-Sunset Unspecified : Technology : Observatory |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd