VST fylgist með Gaia ferðast til þúsund milljón stjarna

Á þessum nýju myndum Very Large Telescope Survey Telescope (VST) ESO sést Gaia geimsjónauki ESA á áfangastað sínum, um 1,5 milljón km fyrir utan braut jarðar.

Gaia var skotið á loft fimmudagsmorguninn 19. desember 2013. Næstu fimm ár mun það útbúa þrívítt kort af Vetrarbrautinni okkar. Frá alda öðli hefur mannkynið reynt að kortleggja himinninn, en Gaia mun færa skilning okkar á nágrenni okkar í geimnum upp á annað stig. Gervitunglið mun mæla staðsetningu og hreyfingu þúsund milljón stjarna í Vetrarbrautinni með mikillli nákvæmni til að kanna myndun, þróun og uppbyggingu Vetrarbrautarinnar.

Myndirnar nýju eru afrakstur náins samstarfs milli ESA og ESA sem gengur út að fylgjast með geimfarinu frá Jörðinni. Gaia er nákvæmasta stjarnmælingatæki sem smíðað hefur verið, en til þess að mælingar komi að sem mestu gagni, verðum við að vita nákvæmlega hvar það er í geimnum. Eina leiðin til þess er að fylgjast daglega með staðsetningu og hraða geimfarsins frá Jörðinni með sjónaukum eins og VST sjónauka ESO. Verkefni þetta kallast Ground-Based Optical Tracking eða GBOT.

VST er fyrsta flokks 2,6 metra breiður sjónauki, búinn OmegaCAM, risavaxinni 268 megapixla CCD myndavél sem hefur um fjórfalt víðara sjónsvið en sem nemur flatarmáli fulls tungls á himninum. VST tók myndirnar sem hér sjást með OmegaCAM þann 23. janúar 2014 með um 6,5 mínútna millibili. Gaia sést greinilega sem lítill blettur sem færist miðað við fastastjörnurnar í bakgrunni. Staðsetning þess er merkt með rauðum hring. Birta geimfarsins á myndunum um milljón sinnum daufari greina má með berum augum.

VST kom líka auga á Gaia í desember 2013, skömmu eftir geimskot, og er það eitt nálægasta fyrirbæri sem VST hefur kannað ti lþessa. Geimfarið birtist nákvæmlega á þeim stað sem búist var við og er það til marks um árangursríkt samstarf milli sjónauka á jörðinni og í geimnum.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1407a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Feb 17, 2014, 10:00 CET
Stærð:1880 x 1019 px

Um fyrirbærið

Nafn:Gaia
Tegund:Unspecified : Technology : Spacecraft

Myndasnið

Stór JPEG
604,5 KB

Litir og síur

TíðnisviðSjónauki
VLT Survey Telescope
OmegaCAM