Refurinn frábæri

Lífið þrífst á ólíklegustu stöðum, jafnvel harðneskjulegustu svæðum heims. Í útjaðri hinnar heitu og þurru Atacamaeyðimörk hefur þessi suðurameríski refur vaknað eftir góðan blund og teygir úr sér í hægðum sínum. Eftir að sólin er sest, nýta refirnir sér lækkandi hitastigið í eyðimörkinni og vaka.

Fyrir aftan sjást önnur ummerki lífs. Hvíta hvelfingin hýsir svissneska 1,2 metra Leonhard Euler sjónaukann og ver hann fyrir náttúruöflunum. Þegar myrkrið skellur á í La Silla stjörnustöð ESO, vaknar annað næturdýr til lífsins, stjörnufræðingurinn, sem teygir líka úr sér og býr sig undir að kanna himininn með nýjustu tækni.

Malte Tewes, einn af ljósmyndurum ESO, tók myndina og sendi hana inn í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til að birtast sem mynd vikunnar eða í myndasafni okkar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/M. Tewes

Um myndina

Auðkenni:potw1406a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Feb 10, 2014, 10:00 CET
Stærð:2000 x 3008 px

Um fyrirbærið

Nafn:La Silla, Swiss 1.2-metre Leonhard Euler Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
2,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
311,5 KB
1280x1024
511,5 KB
1600x1200
708,1 KB
1920x1200
792,1 KB
2048x1536
1,1 MB

 

Sjá einnig