Tvær vetrarbrautir yfir VLT

Á þessari glæsilegu mynd af heiðskírum himni yfir Chile sjást glitrandi stjörnur og tvær vetrarbrautir yfir einum af fjórum sjónaukum Very Large Telescope (VLT). Þetta er fjórði sjónaukinn en hann kallast Yepun (Venus).

Á myndinni eru tvö fyrirbæri heldur frægari en önnur. Vinstra meginn á myndinni sést nokkuð áberandi rák yfir himinninn. Þetta er vetrarbrautin Messier 31 eða Andrómeduþokan. Fyrir ofan hana og örlítið til hægri er björt stjarna sem vísar á vetrarbraut sem er nokkurn veginn í sömu línu. Þessi stjarna heitir Beta Andromedae — einnig þekkt sem Mirach — en hin vetrarbrautin er Messier 33 (daufi bletturinn efst á myndinni). Talið er að þessar vetrarbrautir hafi verkað hvor við aðra í fortíðinni og þá myndað brú úr vetnisgasi sem liggur á milli þeirra.

Babak Tareshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa mynd.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1342a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Okt 21, 2013, 10:00 CEST
Stærð:6289 x 5700 px

Um fyrirbærið

Nafn:Andromeda Galaxy, Galaxies, M 31, M 33, Messier 31, Messier 33, Very Large Telescope, VLT Unit Telescopes
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope
Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky

Myndasnið

Stór JPEG
12,0 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
244,4 KB
1280x1024
422,3 KB
1600x1200
646,2 KB
1920x1200
816,0 KB
2048x1536
1,1 MB